„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 17:10 Á Austurvelli í dag. Vísir Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira