„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 17:10 Á Austurvelli í dag. Vísir Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent