Burnley sendi Watford svo gott sem niður | Norwich fallið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 16:06 Josh Brownhill skoraði sigurmark Burnley Julian Finney/Getty Images Fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Burnley vann lífsnauðsynlegan sigur á Watford sem svo gott sem sendir Watford niður um deild. Þá er Norwich City fallið úr ensku úrvalsdeildinni. James Tarkowski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi leiks og var Watford 1-0 yfir allt þangað til á 83. mínútu leiksins. Jack Cork jafnaði metin og Josh Brownhill tryggði Burnley svo dýrmætan sigur örskömmu síðar. Lokatölur 2-1 og Burnley með lífsnauðsynlegan sigur í fallbaráttunni. Á sama tíma er Watford svo gott sem fallið. FULL-TIME Watford 1-2 BurnleyBurnley take a massive three points at Vicarage Road. Jack Cork and Josh Brownhill got the goals, after James Tarkowski's own goal in the first half#WATBUR pic.twitter.com/nOAFJDQFUn— Premier League (@premierleague) April 30, 2022 Aston Villa vann 2-0 sigur á Norwcich sem þýðir að Kanarífuglarnir eru fallnir. Ollie Watkins og Danny Ings með mörkin. Wilf Zaha tryggði Crystal Palace dramatískan 2-1 útisigur á Southampton eftir að Oriol Romeu kom heimamönnum yfir snemma leiks. Eberchi Eze jafnaði metin eftir klukkutíma og Zaha skorai þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að lokum vann Brighton & Hove Albion 3-0 útisigur á Wolves. Alexis Mac Allister kom Brighton yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa brennt af einni slíkri fyrr í leiknum. Leandro Trossard bætti við öðru markinu og Yves Bissouma því þriðja. Norwich er á botninum með 21 stig og Watford sæti ofar með stigi meira. Watford á tölfræðilegan möguleika en þá þurfa bæði Everton og Leeds United að tapa rest. BREAKING: Norwich have been relegated from the Premier League. pic.twitter.com/YX3uXGpLCn— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 30, 2022 Everton er með 29 stig og tvo leiki til góðaá Watford á meðan Leeds er með 34 líkt og Burnley en leik til góða á bæði Burnley og Everton. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira
James Tarkowski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi leiks og var Watford 1-0 yfir allt þangað til á 83. mínútu leiksins. Jack Cork jafnaði metin og Josh Brownhill tryggði Burnley svo dýrmætan sigur örskömmu síðar. Lokatölur 2-1 og Burnley með lífsnauðsynlegan sigur í fallbaráttunni. Á sama tíma er Watford svo gott sem fallið. FULL-TIME Watford 1-2 BurnleyBurnley take a massive three points at Vicarage Road. Jack Cork and Josh Brownhill got the goals, after James Tarkowski's own goal in the first half#WATBUR pic.twitter.com/nOAFJDQFUn— Premier League (@premierleague) April 30, 2022 Aston Villa vann 2-0 sigur á Norwcich sem þýðir að Kanarífuglarnir eru fallnir. Ollie Watkins og Danny Ings með mörkin. Wilf Zaha tryggði Crystal Palace dramatískan 2-1 útisigur á Southampton eftir að Oriol Romeu kom heimamönnum yfir snemma leiks. Eberchi Eze jafnaði metin eftir klukkutíma og Zaha skorai þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að lokum vann Brighton & Hove Albion 3-0 útisigur á Wolves. Alexis Mac Allister kom Brighton yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa brennt af einni slíkri fyrr í leiknum. Leandro Trossard bætti við öðru markinu og Yves Bissouma því þriðja. Norwich er á botninum með 21 stig og Watford sæti ofar með stigi meira. Watford á tölfræðilegan möguleika en þá þurfa bæði Everton og Leeds United að tapa rest. BREAKING: Norwich have been relegated from the Premier League. pic.twitter.com/YX3uXGpLCn— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 30, 2022 Everton er með 29 stig og tvo leiki til góðaá Watford á meðan Leeds er með 34 líkt og Burnley en leik til góða á bæði Burnley og Everton.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Sjá meira