Íslenski boltinn

Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fantasy leikur Bestu-deildarinnar er kominn í loftið.
Fantasy leikur Bestu-deildarinnar er kominn í loftið. Bestadeildin.is

Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð.

Einhverjir undruðu sig á því að ekki væri komin Fantasy leikur fyrir Bestu-deildina þegar hún hófst síðastliðinn mánudag, en nú hefur hens vegar verið bætt úr því.

Leikurinn er keyrður áfram af tölfræði og stig eru einungis gefin út frá mælanlegum hlutum leiksins. Stigin uppfærast í rauntíma og því hægt að sjá hvernig stigin breytast á meðan leikjum stendur.

Ekki verður notast við varamenn eins og gert er í mörgum Fantasy leikjum erlendis og spilarar verða því að vera vel vakandi í allt sumar. Þessi ákvörðun verður hins vegar til endurskoðunar æa næsta ári.

Verðlaun fyrir sigurvegara Fantasy leiksins eru ekki af verri endanum. Fyrstu verðlaun fyrir sigurvegarann í Bestu fantasy deildinni er flug fyrir tvo til Bretlandseyja með Icelandair og miðar á leik í enska boltanum. Fleiri vinningar verða svo kynntir síðar.

„Við erum hrikalega ánægð að geta boðið upp á svona flottan Fantasy leik fyrir Bestu deild karla og vonum við að sem flestir taki þátt. Við erum líka sérstaklega ánægð að geta boðið upp á leik sem er einungis keyrður áfram á tölfræði og það er því liðin tíð að stig séu gefin eftir tilfinningu fárra aðila. Þessi leikur verður svo áfram í stöðugri þróun og við munum vinna náið með FanHub við að bæta upplifun spilara á samningstímanum. Leit okkar af hentugum leik fyrir Bestu deild kvenna er svo í fullum gangi en eins og kom fram í fréttatilkynningu sem við sendum frá okkur á dögunum er það helst skortur á tölfræði fyrir kvennaboltann sem er að gera okkur erfitt fyrir,“ segir Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri ÍTF í tilkynningu um Fantasy leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×