Gera samning um frekari framleiðslu og segja skilið við Sambandið Tinni Sveinsson skrifar 29. apríl 2022 17:31 Birna Ósk Hansdóttir framkvæmdastjóri 101 Productions, Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn og Jóhann Kristófer Stefánsson þróunarstjóri 101 Productions. 101 Productions og Sýn tilkynntu í dag um nýjan samning um þróun á íslensku sjónvarpsefni. Í samningnum felst einnig að Sýn taki alfarið yfir rekstur símafyrirtækisins 101 Sambandsins sem félögin hafa átt samstarf um undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 101 Produtions. Samningurinn kveður á um þáttagerð fyrir sjónvarp og áframhaldandi þróun efnis fyrir aðra ljósvakamiðla. Fimm nýjar seríur Um fimm nýjar seríur er að ræða og má þar á meðal nefna nýja seríu af raunveruleikaþáttunum Æði sem og nýja leikna seríu en það er fyrsta leikna sjónvarpsserían sem 101 Productions framleiðir. Fyrsta verkefni nýja samstarfsins verður þriðja þáttaröð af Æði. Í tilkynningunni kemur fram að Stöð 2 og 101 Productions hafi átt í blómlegu samstarfi sem hefur fætt af sér þættina Æði, GYM, Áttavillt, Bibba flýgur, Dagbók urriða, Börn þjóða og nýjustu þáttaröðina, Aðalpersónur, sem nú er í sýningu. Segja skilið við símafélagið Sambandið 101 Productions er í sameiginlegri eigu Sýnar og 101 Family sf. og var stofnað árið 2018. Fyrirtækið rekur einnig útvarpsstöð og gefur út hlaðvörp undir merkjum Útvarps 101. Í samningnum felst einnig að Sýn taki alfarið yfir rekstur símafyrirtækisins 101 Sambandsins sem félögin hafa átt samstarf um undanfarin ár. „Við tókum þá sameiginlegu ákvörðun um að félagið myndi einbeita sér að menningarstarfsemi og framleiðslu og einfalda þannig reksturinn innanhúss. Þó svo að samstarfið um símareksturinn hafi ekki gengið alveg sem skyldi á flóknum tímum þá skildi hann eftir sig heilmikið af skemmtilegum minningum, ánægðum viðskiptavinum og þetta blómlega samstarf sem við tökum nú næsta skrefið í. Við hjá 101 Productions viljum þakka öllu því fólki sem við kynntumst í Sambandinu og vitum að það verður vel séð um þau áfram," segir Birna Ósk Hansdóttir, framkvæmdastjóri 101 Productions. Úr auglýsingu fyrir Sambandið. Vilja heyra í öllum með góðar hugmyndir Þróunarstjóri 101 Productions, Jóhann Kristófer Stefánsson, segir mikla gleði og spennu ríkja innan fyrirtækisins og að samningur sem þessi veiti starfsfólki þess byr undir báða vængi í þeirri vegferð að framleiða hágæða íslenskt sjónvarpsefni. „Fyrsta leikna serían er bara enn eitt fyrsta skiptið af mörgum upp á síðkastið hjá okkur og við erum með margt spennandi í pípunum. Ég hvet bara alla sem hafa áhuga á einhverskonar fjölmiðlun og eru með skemmtilegar pælingar að heyra í okkur.“ Félögin ætli að eiga í samstarfi um að uppgötva og hlúa að næstu kynslóð íslenskra skemmtikrafta en flestar sjónvarpsseríur sem félögin hafa unnið saman hingað til eiga það sameiginlegt að kynna til leiks nýtt sjónvarpsfólk. Mörg þeirra eiga það einnig sameiginlegt að hafa stigið sín fyrstu skref í fjölmiðlum á bak við hljóðnemann á útvarpsstöðinni Útvarp 101. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá 101 Produtions. Samningurinn kveður á um þáttagerð fyrir sjónvarp og áframhaldandi þróun efnis fyrir aðra ljósvakamiðla. Fimm nýjar seríur Um fimm nýjar seríur er að ræða og má þar á meðal nefna nýja seríu af raunveruleikaþáttunum Æði sem og nýja leikna seríu en það er fyrsta leikna sjónvarpsserían sem 101 Productions framleiðir. Fyrsta verkefni nýja samstarfsins verður þriðja þáttaröð af Æði. Í tilkynningunni kemur fram að Stöð 2 og 101 Productions hafi átt í blómlegu samstarfi sem hefur fætt af sér þættina Æði, GYM, Áttavillt, Bibba flýgur, Dagbók urriða, Börn þjóða og nýjustu þáttaröðina, Aðalpersónur, sem nú er í sýningu. Segja skilið við símafélagið Sambandið 101 Productions er í sameiginlegri eigu Sýnar og 101 Family sf. og var stofnað árið 2018. Fyrirtækið rekur einnig útvarpsstöð og gefur út hlaðvörp undir merkjum Útvarps 101. Í samningnum felst einnig að Sýn taki alfarið yfir rekstur símafyrirtækisins 101 Sambandsins sem félögin hafa átt samstarf um undanfarin ár. „Við tókum þá sameiginlegu ákvörðun um að félagið myndi einbeita sér að menningarstarfsemi og framleiðslu og einfalda þannig reksturinn innanhúss. Þó svo að samstarfið um símareksturinn hafi ekki gengið alveg sem skyldi á flóknum tímum þá skildi hann eftir sig heilmikið af skemmtilegum minningum, ánægðum viðskiptavinum og þetta blómlega samstarf sem við tökum nú næsta skrefið í. Við hjá 101 Productions viljum þakka öllu því fólki sem við kynntumst í Sambandinu og vitum að það verður vel séð um þau áfram," segir Birna Ósk Hansdóttir, framkvæmdastjóri 101 Productions. Úr auglýsingu fyrir Sambandið. Vilja heyra í öllum með góðar hugmyndir Þróunarstjóri 101 Productions, Jóhann Kristófer Stefánsson, segir mikla gleði og spennu ríkja innan fyrirtækisins og að samningur sem þessi veiti starfsfólki þess byr undir báða vængi í þeirri vegferð að framleiða hágæða íslenskt sjónvarpsefni. „Fyrsta leikna serían er bara enn eitt fyrsta skiptið af mörgum upp á síðkastið hjá okkur og við erum með margt spennandi í pípunum. Ég hvet bara alla sem hafa áhuga á einhverskonar fjölmiðlun og eru með skemmtilegar pælingar að heyra í okkur.“ Félögin ætli að eiga í samstarfi um að uppgötva og hlúa að næstu kynslóð íslenskra skemmtikrafta en flestar sjónvarpsseríur sem félögin hafa unnið saman hingað til eiga það sameiginlegt að kynna til leiks nýtt sjónvarpsfólk. Mörg þeirra eiga það einnig sameiginlegt að hafa stigið sín fyrstu skref í fjölmiðlum á bak við hljóðnemann á útvarpsstöðinni Útvarp 101. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Fjarskipti Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira