Keita skaut Liverpool á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 13:30 Sigurmarkið í þann mund að verða að veruleika. Chris Brunskill/Getty Images Naby Keïta skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu þegar hann sýndi mikla yfirvegun eftir sendingu Diogo Jota. Keïta var á fleygiferð en tókst samt að færa boltann frá hægri fæti yfir á þann vinstri er hann fór framhjá Martin Dúbravka í marki Newcastle og lagði boltann í netið. Leikmenn Newcastle voru bandbrjálaðir þar sem þeim fannst James Milner brotlegur í aðdraganda marksins. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool er þar með komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 82 stig. Manchester City er tveimur stigum á eftir með leik til góða. Enski boltinn
Naby Keïta skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu þegar hann sýndi mikla yfirvegun eftir sendingu Diogo Jota. Keïta var á fleygiferð en tókst samt að færa boltann frá hægri fæti yfir á þann vinstri er hann fór framhjá Martin Dúbravka í marki Newcastle og lagði boltann í netið. Leikmenn Newcastle voru bandbrjálaðir þar sem þeim fannst James Milner brotlegur í aðdraganda marksins. Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool er þar með komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 82 stig. Manchester City er tveimur stigum á eftir með leik til góða.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti