Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 16:31 Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur í Brann fá að mæta Vålerenga á grasinu á Brann Stadion þrátt fyrir fyrri mótbárur Vålerenga. brann.no Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira
Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira