Hættu loks við að stöðva hátíð sem þrír Íslendingar taka þátt í Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 16:31 Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur í Brann fá að mæta Vålerenga á grasinu á Brann Stadion þrátt fyrir fyrri mótbárur Vålerenga. brann.no Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann ætla sér að skapa mikla hátíð og stemningu í kringum leikinn við Vålerenga í úrvalsdeild kvenna í Noregi. Vålerenga sagði ítrekað nei við því en hefur nú loks snúist hugur. Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku. Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Brann, sem er með Svövu Rós Guðmundsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur innanborðs, spilar heimaleiki sína vanalega á Stemmemyren-gervigrasvellinum. Til þess að fá fleiri áhorfendur og gera meira úr leik sínum við helstu keppinautana í titilbaráttunni, Vålerenga, sóttist Brann eftir því að leikur liðanna 5. júní færi fram á Brann Stadion, þar sem karlalið félagsins spilar sína leiki. Bæði félög þurftu að samþykkja þessa breytingu, því hún fól í sér að leikurinn færi af gervigrasvelli á grasvöll. Forráðamenn Vålerenga, sem er með Ingibjörgu Sigurðardóttur innanborðs, höfðu ekki áhuga á því í fyrstu en gagnrýni síðustu daga virðist hafa fengið þá til að snúast hugur og nú er ljóst að leikurinn fer fram á Brann Stadion. „Rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum“ „Hvað er mikilvægast fyrir Vålerenga? Er það að búa til hátíð á Brann Stadion eða að ná í þrjú stig? Þá liggur svarið í augum uppi,“ hafði Jens August Dalsegg, fjölmiðlafulltrúi kvennaliðs Vålerenga, sagt við NRK í vikunni þegar útlit var fyrir að Vålerenga myndi koma í veg fyrir hátíðina. Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK, var á meðal þeirra sem gagnrýndu fyrri afstöðu Vålerenga og sagði það sorglegt ef að leikurinn færi ekki fram á Brann Stadion: „Mér finnst það rosaleg eigingirni að hugsa bara um hvað hentar manni sjálfum. Þetta er tækifæri til að lyfta vörunni upp á næsta stall,“ sagði Torp. „Þetta hefði verið mjög gott tækifæri til að skapa hátíð og mér finnst ótrúlega heimskulegt að ekki skuli verða af því. Þetta er gott tækifæri til að gera kvennafótboltann sýnilegri fyrir samfélagið,“ sagði Torp. Gagnrýni Torp og fleiri skilaði árangri því í dag greindi Brann frá því að samkomulag hefði náðst við Vålerenga um að leikurinn færi fram á Brann Stadion. Stöðugt berast fréttir af áhorfendametum og auknum áhuga á knattspyrnu kvenna og skemmst er að minnast síðustu heimaleikja Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem yfir 90.000 manns hafa mætt á Camp Nou til að sjá Evrópumeistarana, meðal annars gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðustu viku.
Norski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti