Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 12:36 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Óvissustig Almannavarna vegna COVID-19 var fyrst sett á þann 27. janúar 2020, og síðan þá hefur almannavarnarstigið vegna COVID-19 verið fimm sinnum á hættustigi og fjórum sinnum á neyðarstigi. Ástæðan fyrir afléttingunni nú er sögð vega að staða Covid-19 á Íslandi sé nú góð. „Daglega greinast nú tæplega eitt hundrað manns opinberlega með Covid-19 þó líklegt sé að fleiri séu að smitast. Einnig er álag á heilbrigðisstofnanir nú til mun minna en áður var en nú liggja níu sjúklingar inni á Landspítala vegna Covid-19 og þar af eru sex með virkt smit en enginn er á gjörgæsludeild. Þessari góðu stöðu má þakka útbreiddu ónæmi í samfélaginu bæði vegna góðrar þátttöku landsmanna í bólusetningum og vegna útbreiddra smita. Á næstu dögum verða birtar niðurstöður úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnamælingum landsmanna sem munu gefa góðar vísbendingar um hversu stór hluti þjóðarinnar hefur raunverulega smitast af Covid-19. Þó að staða Covid-19 sé nú góð hér á landi þá er sjúkdómurinn enn til staðar víðsvegar í heiminum en nú er talið að einungis rúmlega helmingur jarðarbúa hafi smitast. Á meðan að svo er, þá þurfum við hér á Íslandi að vera á varðbergi gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar og einnig þurfum við fylgjast vel með hversu lengi ónæmið sem við höfum nú náð gegn Covid-19 mun endast,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnarstig vegna COVID-19 27. janúar 2020 Óvissustig 28. febrúar 2020 Hættustig 06. mars 2020 Neyðarstig 25. maí 2020 Hættustig 04. október 2020 Neyðarstig 12. febrúar 2021 Hættustig 24. mars 2021 Neyðarstig 12. maí 2021 Hættustig 11. janúar 2022 Neyðarstig 1. febrúar 2022 Hættustig 29. apríl 2022 Óvissustig Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28. apríl 2022 18:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Óvissustig Almannavarna vegna COVID-19 var fyrst sett á þann 27. janúar 2020, og síðan þá hefur almannavarnarstigið vegna COVID-19 verið fimm sinnum á hættustigi og fjórum sinnum á neyðarstigi. Ástæðan fyrir afléttingunni nú er sögð vega að staða Covid-19 á Íslandi sé nú góð. „Daglega greinast nú tæplega eitt hundrað manns opinberlega með Covid-19 þó líklegt sé að fleiri séu að smitast. Einnig er álag á heilbrigðisstofnanir nú til mun minna en áður var en nú liggja níu sjúklingar inni á Landspítala vegna Covid-19 og þar af eru sex með virkt smit en enginn er á gjörgæsludeild. Þessari góðu stöðu má þakka útbreiddu ónæmi í samfélaginu bæði vegna góðrar þátttöku landsmanna í bólusetningum og vegna útbreiddra smita. Á næstu dögum verða birtar niðurstöður úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnamælingum landsmanna sem munu gefa góðar vísbendingar um hversu stór hluti þjóðarinnar hefur raunverulega smitast af Covid-19. Þó að staða Covid-19 sé nú góð hér á landi þá er sjúkdómurinn enn til staðar víðsvegar í heiminum en nú er talið að einungis rúmlega helmingur jarðarbúa hafi smitast. Á meðan að svo er, þá þurfum við hér á Íslandi að vera á varðbergi gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar og einnig þurfum við fylgjast vel með hversu lengi ónæmið sem við höfum nú náð gegn Covid-19 mun endast,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnarstig vegna COVID-19 27. janúar 2020 Óvissustig 28. febrúar 2020 Hættustig 06. mars 2020 Neyðarstig 25. maí 2020 Hættustig 04. október 2020 Neyðarstig 12. febrúar 2021 Hættustig 24. mars 2021 Neyðarstig 12. maí 2021 Hættustig 11. janúar 2022 Neyðarstig 1. febrúar 2022 Hættustig 29. apríl 2022 Óvissustig
Almannavarnarstig vegna COVID-19 27. janúar 2020 Óvissustig 28. febrúar 2020 Hættustig 06. mars 2020 Neyðarstig 25. maí 2020 Hættustig 04. október 2020 Neyðarstig 12. febrúar 2021 Hættustig 24. mars 2021 Neyðarstig 12. maí 2021 Hættustig 11. janúar 2022 Neyðarstig 1. febrúar 2022 Hættustig 29. apríl 2022 Óvissustig
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28. apríl 2022 18:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28. apríl 2022 18:22