Handbolti

Saga Sif á von á barni og leikur ekki með Valskonum í úrslitakeppninni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Saga Sif Gísladóttir verður ekki með Valskonum í úrlsitakeppninni þar sem hún á von á barni.
Saga Sif Gísladóttir verður ekki með Valskonum í úrlsitakeppninni þar sem hún á von á barni. Vísir/Hulda Margrét

Saga Sif Gísladóttir, markvörður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, mun ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni sem nú er nýhafin þar sem hún er ófrísk.

Saga Sif greindi sjálf frá þessu á Instagram-síðu sinni, en hún og sambýlismaður hennar, Breki Dagson, leikmaður Fram, eiga von á sínu fyrsta barni.

Saga hefur verið einn af bestu markvörðum deildarinnar í vetur með 35 prósent hlutfallsvörslu að meðaltali. Þá hefur hún einnig reglulega verið kölluð inn í landsliðið.

Þær Sara Sif Helga­dótt­ir og Signý Páls­dótt­ir standa vakt­ina í marki Vals í úr­slita­keppn­inni í fjar­veru Sögu. Valur lenti í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og liðið fer því beint í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×