Icelandair tapaði 7,4 milljörðum en tekjur jukust mjög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 18:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tapaði 7,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tekjur félagsins þrefölduðust samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar vegna uppgjörs á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur Icelandair hafi aukist verulega samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þá voru tekjur félagsins 7,3 milljarðar króna en nú 20,3 milljarðar króna. Farþegatekjur félagsins áttfaldast. Félagið tapaði hins vegar 7,4 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem meira tap en á sama ársfjórðungi í fyrra, þegar tapið nam 5,9 milljörðum króna. Í uppgjörinu kemur fram að útgjöld í fjórðungnum séu meðal annars tilkomin vegna undirbúnings flugáætlunar yfir háönn sumarsins. Tvö hundruð starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstrarniðustöðuna. „[S]vo sem mikil hækkun eldsneytisverðs, áhrif ómikron afbrigðisins á eftirspurn og umtalsverður útlagður kostnaður á fjórðungnum í tengslum við undirbúning metnaðarfullrar flugáætlunar okkar í sumar,“ segir Bogi Nils en tekið er fram í uppgjörinu að eldsneytisverð hafi hækkað um 75 prósent á milli ára. Flugframboð félagsins var 58 prósent af framboði ársins 2019 og sætanýting var 67,2 prósent að meðaltali, og 74 prósent í síðasta mánuði. Segir Bogi að bókunarstaða sumarsins sé góð. „Bókunarstaðan fyrir sumarið er góð á öllum mörkuðum okkar. Við gerum ráð fyrir að í öðrum ársfjórðungi muni flugáætlun okkar nema um 77% af áætlun okkar árið 2019 og um 85% í þriðja ársfjórðungi. Nú þegar við komum út úr heimsfaraldrinum er ljóst að Ísland er mjög eftirsóttur áfangastaður og er heildarframboð flugs í gegnum Keflavíkurflugvöll umfram það sem það var árið 2019,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar vegna uppgjörs á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í uppgjörinu kemur fram að heildartekjur Icelandair hafi aukist verulega samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári. Þá voru tekjur félagsins 7,3 milljarðar króna en nú 20,3 milljarðar króna. Farþegatekjur félagsins áttfaldast. Félagið tapaði hins vegar 7,4 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem meira tap en á sama ársfjórðungi í fyrra, þegar tapið nam 5,9 milljörðum króna. Í uppgjörinu kemur fram að útgjöld í fjórðungnum séu meðal annars tilkomin vegna undirbúnings flugáætlunar yfir háönn sumarsins. Tvö hundruð starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, ýmsir þættir hafi haft áhrif á rekstrarniðustöðuna. „[S]vo sem mikil hækkun eldsneytisverðs, áhrif ómikron afbrigðisins á eftirspurn og umtalsverður útlagður kostnaður á fjórðungnum í tengslum við undirbúning metnaðarfullrar flugáætlunar okkar í sumar,“ segir Bogi Nils en tekið er fram í uppgjörinu að eldsneytisverð hafi hækkað um 75 prósent á milli ára. Flugframboð félagsins var 58 prósent af framboði ársins 2019 og sætanýting var 67,2 prósent að meðaltali, og 74 prósent í síðasta mánuði. Segir Bogi að bókunarstaða sumarsins sé góð. „Bókunarstaðan fyrir sumarið er góð á öllum mörkuðum okkar. Við gerum ráð fyrir að í öðrum ársfjórðungi muni flugáætlun okkar nema um 77% af áætlun okkar árið 2019 og um 85% í þriðja ársfjórðungi. Nú þegar við komum út úr heimsfaraldrinum er ljóst að Ísland er mjög eftirsóttur áfangastaður og er heildarframboð flugs í gegnum Keflavíkurflugvöll umfram það sem það var árið 2019,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26. apríl 2022 15:59