Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2022 13:56 Steikjandi hiti hefur leikið íbúa í Delí grátt. Getty/Raj K Raj Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira