Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2022 13:56 Steikjandi hiti hefur leikið íbúa í Delí grátt. Getty/Raj K Raj Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Talið er að hiti verði fimm til átta gráður yfir meðaltali í norður og norðvesturhluta Indlands og hluta Pakistan nú í lok vikunnar og um helgina. Því er spáð að hitinn fari yfir 44 gráður í borginni Delí í þessari viku en á þriðjudag mældist 45,1 gráða í indverska borginni Barmer. Sama dag var met fyrir hæsta hita sem mælst hefur á norðurhveli jarðar á þessu ári jafnað þegar veðurstöð í Pakistan mældi 47 stiga hita. Þetta hefur CNN eftir Maximiliano Herrera, sérfræðingi í öfgakenndu veðurfari. Hugveitan The Centre for Science and Environment segir að snemmbúnar hitabylgjur hafi haft áhrif á um fimmtán fylki landsins þetta árið. Að mati veðursérfræðingsins Scott Duncan mun hitabylgjan hafa áhrif á yfir einn milljarð manna eða um 10% af öllum jarðarbúum. Relentless and punishing heatwave in Pakistan & India is entering the next level.Sadly, this is just the beginning. Over 1 billion people will endure the excessive heat. Shaded on the map is where we expect over 40° C (104°F). Some will approach 50°C (122°F). pic.twitter.com/YLRHwpe4mO— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) April 26, 2022 Haft neikvæð áhrif á matvælaframleiðslu Bændur segja að hitinn hafi haft áhrif á hveitiuppskeru á Indlandi. Gæti það haft mikið að segja fyrir heimsbúskapinn og bætast ofan á mikinn framleiðslubrest í Úkraínu sem var fyrir stríðið í landinu mjög umfangsmikið í útflutningi á hveiti. Hitinn hefur sömuleiðis aukið orkunotkun á Indlandi sem hefur leitt til rafmagnstruflana í mörgum fylkjum og ýtt undir ótta um mögulegan kolaskort. Sömuleiðis er aukin hætta á eldsvoðum í hitanum. Þrátt fyrir að hitabylgjur séu algengar á Indlandi, einkum í maí og júní, hófst sumarið snemma þetta árið þegar Indverjar þurftu að þola óvenjumikinn hita í marsmánuði. Margir sérfræðingar segja að Indland sjái nú ákafari og tíðari hitabylgjur sem vari sömuleiðis í lengri tíma. Hitastig mældist yfir meðaltali á Indlandi bæði í mars og apríl. Hitamet var slegið í mars þegar meðalhiti mældist 33,10 gráður og hefur hann ekki verið hærri í landinu í mars í 122 ár. Ýmsar áskoranir Roxy Mathew Koll, loftslagsvísindamaður hjá stofnuninni Indian Institute of Tropical Meteorology, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að ýmsir loftþrýstingsþættir hafi leitt til núverandi hitabylgju en því til viðbótar sé um að ræða hlýnun jarðar. „Það er undirrót þess að hitabylgjum er að fjölga.“ D Sivananda Pai, stjórnandi Institute for Climate Change Studies, bendir einnig á að fleiri áskoranir á borð við fólksfjölgun og aukinn ágang manna á náttúruauðlindir. Þetta leiði meðal annars til aukinnar skógareyðingar og samgangna sem illt verra. Malbik og byggingar fangi varma og hiti loftið enn frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Indland Veður Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent