Ein sú besta snéri óvænt aftur fertug eftir sex ára fjarveru frá körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 14:30 Lauren Jackson lék lengi með ástralska landsliðinu og nú vilja sumir sjá hana spila aftur með landsliðinu á fimmtugsaldri. Getty/Stefan Postles Lauren Jackson var þrisvar sinnum kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á sínum tíma og vann fjölda titla á sínum ferli, bæði í WNBA sem og heima í áströlsku deildinni. Flestir héldu þó að þeir væri búnir að sjá það síðasta frá leikmanninum Lauren Jackson. Annað hefur komið á daginn. Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008. Körfubolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008.
Körfubolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira