Dagurinn byrjar á POP UP markaði þar sem einstaklingar geta leigt bás og selt varning af öllu tagi. Allir geta tekið þátt meðan pláss leyfir.
Sædís Embla Jónsdóttir, húðflúrari frá stofunni Moonstone Reykjavík, flúra feminísk húðflúr á þau sem vilja og komast að. Áhugasamir geta haft samband við Sædísi gegnum Instagram reikning hennar.
RVK FFF í sameiningu við WIFT á Íslandi mun kynna til sögunnar splunkunýjan RVK FFF varning sem er hannaður af búningahönnuðinum Arndís Ey. Öll sala varnings mun renna í sjóð til styrktar rannsóknar á stöðu kvenna í kvikmyndabransanum á Íslandi. Einnig verður hægt að kaupa tau-töskur, húfur og plaköt.

Um kvöldið munu svo tónlistarkonurnar Silja Rós Ragnarsdóttir og KUSK halda stemningunni á lofti. Silja Rós gaf út sína aðra plötu Stay Still í lok árs 2021 en hún hefur verið þekkt fyrir tilfinningaríka rödd og einlæga texta. Báðar plöturnar hennar SILENCE og STAY STILL fengu titilinn plata vikunnar á Rás 2 og vöktu athygli bæði hér heima og erlendis.
Kusk, eða Kolbrún Óskarsdóttir vann Músíktilraunir í ár og var einnig valin rafheili músíktilraunanna og fékk líka viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku. Kusk semur, syngur og framleiðir flest lögin sín sjálf.