Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 11:25 Gangi spáin eftir verður um að ræða sjöttu vaxtahækkun Seðlabakans frá því í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira