Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2022 11:25 Gangi spáin eftir verður um að ræða sjöttu vaxtahækkun Seðlabakans frá því í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Sömuleiðis eru taldar vera talsverðar líkur á því að peningastefnunefnd ákveði að taka stærra skref og hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig. Þó sé sennilegt að nefndin muni nýta sér það að stutt sé í næstu vaxtaákvarðanir og hækki í smærri skrefum. Óhagstæð verðbólguþróun og hækkandi verðbólguvæntingar muni líklega vega þungt í ákvörðun peningastefnunefndarinnar en aukin óvissa og versnandi skammtímahorfur um efnahagsþróun muni trúlega einnig hafa áhrif. Í síðustu tveimur vaxtaákvörðunum hefur nefndin hækkað vexti um 0,75 prósentustig. Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan hækki um 0,8% í apríl frá fyrri mánuði. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6,8% í apríl en hún var 6,7% í mars. Aukin óvissa vegna stríðsins í Úkraínu Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, er ágætur skriður kominn á íslenska hagkerfið aftur eftir efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19. „Efnahagsbatinn hefur verið framar vonum og langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á utanríkisviðskipti sem og innlenda eftirspurn virðast munu verða minni en margir óttuðust,“ skrifar hann í grein á vef Íslandsbanka. Á sama tíma sé atvinnuleysi komið á svipaðar slóðir og var áður en faraldurinn skall á og kortaveltutölur segi svipaða sögu af neysluhegðun landsmanna. Útlit sé fyrir verulega aukningu útflutnings í ár, að mestu fyrir tilstilli hraðrar fjölgunar ferðamanna. Jón Bjarki segir þó að óvissa um nærhorfur í efnahagslífinu hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu sem hafi haft verulega neikvæð áhrif á horfur í heimsbúskapnum.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira