„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:00 Pep Guardiola var hrifinn af leik kvöldsins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang. „Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02