Telur ólíklegt að Íslandsbankamálið sprengi stjórnarsamstarfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2022 20:30 Það hefur blásið á ríkisstjórnina að undanförnu, líkt og á Bessastöðum á síðasta ári, þegar hún tók formlega við. Vísir/Vilhelm Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Íslandsbankamálið svokallaða verði til þess að sprengja stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Stefaníu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hún var beðin um að leggja mat á stöðuna í stjórnmálunum eftir þá orrahríð sem ríkisstjórnin hefur mátt þola að undanförnu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Rætt var við Stefanía um grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem umfjöllunarefnið var möguleg stjórnarslit og myndun minnihlutaríkisstjórnar VG og Framsóknar með stuðningi Samfylkingar og Pírata. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það afskaplega ólíklegt að það gerist, nema það komi upp úr dúrnum að það sé svo mikill pottur brotinn í þessu bankasölumáli.“ Sem rekja þá má til fjármálaráðherra? „Já, en þá myndi maður segja að næsti leikur, það er að segja ef sú staða kæmi upp, að það kæmi í ljós eftir athugun Fjármálaeftirlits og ríkisendurskoðenda, að mikið athugavert hafi verið að finna í þessari bankasölu, þá myndi auðvitað hitna undir fjármálaráðherranum sem mögulega gæti orðið til þess að hann yrði að víkja. Það væri líklegri niðurstaða en að allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hyrfi úr stjórn vegna þess að hann væri hreinlega rekinn úr VG eins og lagt er upp í þessari grein þarna.“ Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsKRISTINN INGVARSSON. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í hádeginu í dag að fullt traust væri á milli ráðherra í ríkisstjórn. Stefanía segir ekki útlit fyrir annað en að það sé rétt. „Eins og málin standa í dag, þannig eins og stormur í vatnsglasi og ekkert annað en að sjá að það ríki fullt traust á milli forystumanna þessara þriggja flokka sem hafa starfað saman núna á fimmta ár í ríkisstjórn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00
Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. 26. apríl 2022 07:36