Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. apríl 2022 19:00 Systkinin Steinar Immanúel og Amelía fagna niðurstöðu íslenska ríkisins. Vísir/ArnarH Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. Fólk sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar steig fram í fyrra og sagði frá gríðarlegu ofbeldi gegn sér og öðrum börnum sem dvöldu þar. Umfjöllunina má sjá að neðan. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum lýsti svo hrikalegu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku heimilið. Fólkið hafði í áranna rás ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað í desember að skipa starfshóp til að afla upplýsinga um heimilið. Niðurstaðan lá fyrir í dag en hægt er að hlusta á allt viðtalið við hann hér. „Það er mat þeirra sem eru búin að kafa vel ofan í málið á grundvelli þeirra heimilda sem nú þegar liggja fyrir að nægjanlegar upplýsingar liggi nú þegar fyrir til að fara í ferli til að greiða sanngirnisbætur til þessara einstaklinga,“ sagði Jón Gunnarsson eftir ríkisstjórnarfund í dag. Jón segir að stofnuð verði vistheimilisnefnd sem sé svipað fyrirkomulag og í öðrum tilvikum þar sem sanngirnisbætur hafa verið greiddar. Klökkur yfir niðurstöðunni Steinar Immanúel Sörensson sem dvaldi á Hjalteyri sem ungbarn ásamt þremur systkinum sínum segir þetta létti en tvö systkini hans sem voru þar um árabil létust fyrir aldur fram. „Ég er dálítið klökkur að heyra þetta því ég átti ekki beint von á þessu og í mínum huga er þetta fyrst og fremst viðurkenning fyrir þessari baráttu sem við erum búin að vera að standa fyrir. Það hefur verið erfiðast undanfarin ár að engin var til í að hlusta og þetta er því gríðarlegur léttir. Ég þakklátur að stjórnvöld hafi bara gengið í málið og leyfi okkur að koma okkar sjónarhorni á framfæri,“ segir Steinar. Steinar var líka á vöggustofu í Reykjavík ásamt Amelíu systur sinni. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir lagaheimild frá ríki til að rannsaka þær eftir kröfu fólks sem hafði dvalið þar. Dómsmálaráðherra segir að lagaheimildin verði veitt á næsta þingi. Amalía Sörensdóttir segir þetta létti fyrir alla og viss uppreisn æru fyrir móður sína en vegna geðrænna veikinda hennar voru fjögur börn hennar vistuð á Hjalteyri, tvö á vöggustofu og eitt á Kumbaravogi. „Hún barðist alla tíð fyrir því að fá að fá að vita eitthvað um börnin sín, að fá þau heim af þessum heimilum. Það eru t.d. til ótal bréf sem hún skrifaði vegna þessa sem eru til á Borgarskjalasafni. Hún lést árið 1999 og það væri gríðarlegur léttir fyrir hana að vita að þarna voru börnin hennar beitt ranglæti og að hún hefði getað veitt okkur mun betra heimili en við fengum á þessum stofnunum, þó að hún væri veik,“ segir Amalía en tekur fram að hún og Steinar hafi verið heppin að lokum því þau enduðu hjá mjög góðri fósturfjölskyldu eftir að hafa dvalið á vöggustofunni í Reykjavík. Rannsókn á vegum Garðabæjar vegna starfa Hjalteyrarhjónanna með börnum þar er á lokametrunum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Barnaheimilið á Hjalteyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26. apríl 2022 13:00 Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. 5. desember 2021 20:30 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. 23. nóvember 2021 19:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Fólk sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar steig fram í fyrra og sagði frá gríðarlegu ofbeldi gegn sér og öðrum börnum sem dvöldu þar. Umfjöllunina má sjá að neðan. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum lýsti svo hrikalegu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku heimilið. Fólkið hafði í áranna rás ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað í desember að skipa starfshóp til að afla upplýsinga um heimilið. Niðurstaðan lá fyrir í dag en hægt er að hlusta á allt viðtalið við hann hér. „Það er mat þeirra sem eru búin að kafa vel ofan í málið á grundvelli þeirra heimilda sem nú þegar liggja fyrir að nægjanlegar upplýsingar liggi nú þegar fyrir til að fara í ferli til að greiða sanngirnisbætur til þessara einstaklinga,“ sagði Jón Gunnarsson eftir ríkisstjórnarfund í dag. Jón segir að stofnuð verði vistheimilisnefnd sem sé svipað fyrirkomulag og í öðrum tilvikum þar sem sanngirnisbætur hafa verið greiddar. Klökkur yfir niðurstöðunni Steinar Immanúel Sörensson sem dvaldi á Hjalteyri sem ungbarn ásamt þremur systkinum sínum segir þetta létti en tvö systkini hans sem voru þar um árabil létust fyrir aldur fram. „Ég er dálítið klökkur að heyra þetta því ég átti ekki beint von á þessu og í mínum huga er þetta fyrst og fremst viðurkenning fyrir þessari baráttu sem við erum búin að vera að standa fyrir. Það hefur verið erfiðast undanfarin ár að engin var til í að hlusta og þetta er því gríðarlegur léttir. Ég þakklátur að stjórnvöld hafi bara gengið í málið og leyfi okkur að koma okkar sjónarhorni á framfæri,“ segir Steinar. Steinar var líka á vöggustofu í Reykjavík ásamt Amelíu systur sinni. Reykjavíkurborg hafði óskað eftir lagaheimild frá ríki til að rannsaka þær eftir kröfu fólks sem hafði dvalið þar. Dómsmálaráðherra segir að lagaheimildin verði veitt á næsta þingi. Amalía Sörensdóttir segir þetta létti fyrir alla og viss uppreisn æru fyrir móður sína en vegna geðrænna veikinda hennar voru fjögur börn hennar vistuð á Hjalteyri, tvö á vöggustofu og eitt á Kumbaravogi. „Hún barðist alla tíð fyrir því að fá að fá að vita eitthvað um börnin sín, að fá þau heim af þessum heimilum. Það eru t.d. til ótal bréf sem hún skrifaði vegna þessa sem eru til á Borgarskjalasafni. Hún lést árið 1999 og það væri gríðarlegur léttir fyrir hana að vita að þarna voru börnin hennar beitt ranglæti og að hún hefði getað veitt okkur mun betra heimili en við fengum á þessum stofnunum, þó að hún væri veik,“ segir Amalía en tekur fram að hún og Steinar hafi verið heppin að lokum því þau enduðu hjá mjög góðri fósturfjölskyldu eftir að hafa dvalið á vöggustofunni í Reykjavík. Rannsókn á vegum Garðabæjar vegna starfa Hjalteyrarhjónanna með börnum þar er á lokametrunum samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Barnaheimilið á Hjalteyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26. apríl 2022 13:00 Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. 5. desember 2021 20:30 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. 23. nóvember 2021 19:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. 26. apríl 2022 13:00
Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. 5. desember 2021 20:30
Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56
Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. 23. nóvember 2021 19:31
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent