Hópuppsögn Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 26. apríl 2022 10:00 Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun