Aliyah Collier: Börðumst allar mínúturnar Árni Jóhannsson skrifar 25. apríl 2022 21:30 Aliyah A'taeya Collier var hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í kvöld Vísir/Vilhelm Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn fyrir Njarðvíkinga þegar þær grænklæddu lögðu Hauka í leik númer þrjú í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fyrr í kvöld. Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München Sjá meira
Leikið var í Ólafssal á Ásvöllum og enduðu leikar 69-78 fyrir Njarðvík sem taka forystuna í einvíginu 2-1 og eiga heimaleik þar sem hægt verður að tryggja sér titilinn. Aliyah var spurð að því hvernig henni liði strax eftir svona frábæran en erfiðan sigur. „Mér líður mjög vel með þetta. Við gáfumst aldrei upp og börðumst alveg þangað til á lokamínútunum og það er það sem skilaði sigrinum í kvöld.“ Aliyah skoraði 38 stig og tók 20 fráköst í leiknum og var hún spurð út í hvaða hlutverk þjálfarar hennar væru að leggja á hana. „Rúnar segir mér bara að vera ég sjálf og spila minn leik og vera leiðtoginn. Ég þarf að komast í minn takt og koma liðsfélögum mínum í sama takt og þá sérstaklega varnarlega. Við lifum á varnarleiknum og ef ég er að gera vel varnarlega og liðsfélagar mínir elta mig í því þá eigum við alltaf séns.“ Þrátt fyrir að Njarðvíkingar lifi á varnarleiknum þá voru sóknarfráköstin rosalega stór partur af sigri þeirra í kvöld og var Aliyah spurð út í þessa sóknarfrákasta baráttur og hlutverk hennar í sjálfsmynd hennar og liðsins. „Þetta er klárlega hluti af sjálfsmyndinni. Mér finnst ég þurfa að vera á fullu allan tímann. Í byrjun er ég alltaf að og þá gerast góðir hlutir og fráköstin detta til mín.“ Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og var Aliyah spurð að því hvað væri umræðan á milli liðsmanna Njarðvíkur á milli leikja. „Að við þurfum að mæta með sömu orku í næsta leik. Hann verður erfiður því og við höfum ekki náð að vinna þær á heimavelli hingað til þannig að þetta verður áhugavert. Ég er ekki í vafa um það að við getum unnið þær en við þurfum að koma með A leikinn okkar. Við þurfum að vera tilbúnar, halda einbeitingu og spila á fullu á fimmtudaginn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Njarðvík 69-78 | Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn Áfram halda liðin að vinna útileiki í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvík er nú í kjörstöðu eftir magnaðan sigur í Ólafssal í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. 25. apríl 2022 22:04