Kominn með Emmy og BAFTA-verðlaun í safnið: „Gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. apríl 2022 22:01 Daði hlaut verðlaunin ásamt þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi. Skjáskot/BAFTA Daði Einarsson hlaut í gær BAFTA-verðlaun fyrir myndbrellur í þáttunum Witcher. Hann segir að um krefjandi og skemmtilegt verkefni hafi verið að ræða og er með fleiri í vinnslu. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“ BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28