Fór úr 3. deild í þá Bestu: „Hélt að þetta væri erfiðara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2022 09:01 Sindri Þór Ingimarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir viku. vísir/vilhelm Eftir að hafa aldrei spilað ofar en í D-deild hefur Sindri Þór Ingimarsson byrjað báða leiki Stjörnunnar í Bestu-deildinni í sumar. Hann segir að stökkið hafi ekki verið jafn stórt og hann bjóst við. Á hverju sumri stökkva nýjar og óvæntar stjörnur fram á sjónarsviðið í íslenska boltanum. Þótt fótboltasumarið 2022 sé ekki gamalt er óhætt að setja Sindra Þór Ingimarsson í þann flokk. Sindri lék allan leikinn í miðri vörn Stjörnunnar þegar liðið vann 0-3 sigur á Leikni í Breiðholtinu á sunnudaginn. Þetta var aðeins annar leikur þessa 23 ára Kópavogsbúa í efstu deild. Sá fyrsti kom í 2-2 jafntefli Stjörnunnar og ÍA í 1. umferð Bestu-deildarinnar fyrir viku. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með venslaliði félagsins, Augnabliki, í 3. deild á árunm 2017-21. En í vetur gekk hann í raðir Stjörnunnar. Sindri fylgdi þar með sínum fyrrverandi þjálfara hjá Augnabliki, Jökli Elísabetarsyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í vetur. Sindri er með ágætis æfingaaðstöðu í garðinum í Kópavoginum og tók nokkur skot fyrir blaðamann Vísis.vísir/vilhelm „Þetta var allt tengt Jölla. Hann var með mig í fjögur ár en skipti svo nokkuð óvænt yfir í Stjörnuna. Hann heyrði í mér stuttu eftir það og bauð mér á æfingu. Og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í gær. En hafði það blundað lengi í honum að reyna sig meðal þeirra bestu? „Já og nei. Ég var í skóla í Bandaríkjunum og kom bara heim á sumrin. Þá var fótboltinn auka. Allir vinir voru í Augnabliki og ég fíla Jölla mjög mikið. Svo kláraði ég skólann síðasta sumar, tók tímabilið með Augnabliki en var ekkert mikið að pæla í að taka stökkið. En svo skipti Jölli yfir og það var auðvelt að segja já við hann,“ sagði Sindri sem nam stærðfræði og hagfræði við Fordham háskólann í New York. Ekkert sérstök deild Sindri fór á fótboltastyrk til Fordham en segir að getustigið sem hann spilaði á vestanhafs hafi ekki verið neitt sérstaklega hátt. „Deildin var ekkert brjálæðislega sterk. Þetta voru miklir íþróttamenn en ekkert með sérstaklega góða tækni. Þeir voru duglegir í ræktinni og að hlaupa, það skilaði sér í leikina sem voru mjög hraðir. Það eru svo margar deildir sem eru ólíkar. En maður lærði heilan helling á þessu,“ sagði Sindri. Var nokkuð miklar væntingar Þrátt fyrir að Stjarnan hafa verið í fremstu röð í íslenskum fótbolta í rúman áratug gerði Sindri sér vonir um að fá nokkuð stórt hlutverk í liðinu í sumar, jafnvel þótt hann hafi aldrei spilað ofar en í D-deild. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og býr steinsnar frá Kópavogsvelli.vísir/vilhelm „Ég tók nokkrar æfingar og spilaði svo leik gegn Breiðabliki. Formið var í fínu lagi, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég spilaði alla leiki í Fótbolta.net mótinu og mikið í Lengjudeildinni. Þetta var 50-50 að ég myndi spila eitthvað í fyrstu leikjunum. Væntingarnar voru alveg háar,“ sagði Sindri. Hann segist vera ánægður með hvernig fyrstu tveir leikirnir í efstu deild hafa gengið. „Það var svekkjandi að missa leikinn gegn ÍA niður í jafntefli en leikurinn gegn Leikni var flottur. Svo er Víkingur næst sem er kannski fyrsta alvöru prófið.“ Samherjarnir og þjálfararnir hjálpa Sindri segir að stökkið upp um tvær deildir hafi ekki verið jafn stórt og hann átti von á. Það er allavega langt frá því að vera óviðráðanlegt. „Ég hef ekkert spilað 1. og 2. deild og veit ekkert hvernig það er. Ég hélt að þetta væri erfiðara, ef við getum orðað það þannig. En mér líður mjög vel í Stjörnunni. Það hjálpar líka að hafa Jökul og Gústa [Ágúst Gylfason] sem ég þekki úr Blikunum. Ég fór ekkert stressaður inn í þetta. Ég vissi alveg hvar ég hafði þá,“ sagði Sindri. Sindri þakkar Jökli Elísabetarsyni fyrir að hafa fengið sig til Stjörnunnar.vísir/vilhelm Hann segir að félagarnir í Stjörnuvörninni og markvörðurinn Haraldur Björnsson hafi einnig hjálpað sér mikið að aðlagast lífinu í efstu deild. „Halli er sítalandi á æfingum og í leikjum og það hjálpar mikið. Liðsheildin er góð og við viljum allir ná langt. Það skiptir miklu máli,“ sagði Sindri. Leið vel í Augnabliki Sem fyrr sagði er hann uppalinn Bliki en spilaði aldrei fyrir meistaraflokk liðsins. Sindri segir að leiðin inn í Blikaliðið hafi þó ekki verið ófær. „Hún var alls ekki lokuð. Þetta var kannski meira að ég vildi ekki nýta mér tækifærið. Jölli var alltaf að þrýsta á mig að gera það en ég veit ekki af hverju ég gerði það. En mér leið svo vel í Augnabliki og það var aðallega það,“ sagði Sindri að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Á hverju sumri stökkva nýjar og óvæntar stjörnur fram á sjónarsviðið í íslenska boltanum. Þótt fótboltasumarið 2022 sé ekki gamalt er óhætt að setja Sindra Þór Ingimarsson í þann flokk. Sindri lék allan leikinn í miðri vörn Stjörnunnar þegar liðið vann 0-3 sigur á Leikni í Breiðholtinu á sunnudaginn. Þetta var aðeins annar leikur þessa 23 ára Kópavogsbúa í efstu deild. Sá fyrsti kom í 2-2 jafntefli Stjörnunnar og ÍA í 1. umferð Bestu-deildarinnar fyrir viku. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með venslaliði félagsins, Augnabliki, í 3. deild á árunm 2017-21. En í vetur gekk hann í raðir Stjörnunnar. Sindri fylgdi þar með sínum fyrrverandi þjálfara hjá Augnabliki, Jökli Elísabetarsyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í vetur. Sindri er með ágætis æfingaaðstöðu í garðinum í Kópavoginum og tók nokkur skot fyrir blaðamann Vísis.vísir/vilhelm „Þetta var allt tengt Jölla. Hann var með mig í fjögur ár en skipti svo nokkuð óvænt yfir í Stjörnuna. Hann heyrði í mér stuttu eftir það og bauð mér á æfingu. Og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í gær. En hafði það blundað lengi í honum að reyna sig meðal þeirra bestu? „Já og nei. Ég var í skóla í Bandaríkjunum og kom bara heim á sumrin. Þá var fótboltinn auka. Allir vinir voru í Augnabliki og ég fíla Jölla mjög mikið. Svo kláraði ég skólann síðasta sumar, tók tímabilið með Augnabliki en var ekkert mikið að pæla í að taka stökkið. En svo skipti Jölli yfir og það var auðvelt að segja já við hann,“ sagði Sindri sem nam stærðfræði og hagfræði við Fordham háskólann í New York. Ekkert sérstök deild Sindri fór á fótboltastyrk til Fordham en segir að getustigið sem hann spilaði á vestanhafs hafi ekki verið neitt sérstaklega hátt. „Deildin var ekkert brjálæðislega sterk. Þetta voru miklir íþróttamenn en ekkert með sérstaklega góða tækni. Þeir voru duglegir í ræktinni og að hlaupa, það skilaði sér í leikina sem voru mjög hraðir. Það eru svo margar deildir sem eru ólíkar. En maður lærði heilan helling á þessu,“ sagði Sindri. Var nokkuð miklar væntingar Þrátt fyrir að Stjarnan hafa verið í fremstu röð í íslenskum fótbolta í rúman áratug gerði Sindri sér vonir um að fá nokkuð stórt hlutverk í liðinu í sumar, jafnvel þótt hann hafi aldrei spilað ofar en í D-deild. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og býr steinsnar frá Kópavogsvelli.vísir/vilhelm „Ég tók nokkrar æfingar og spilaði svo leik gegn Breiðabliki. Formið var í fínu lagi, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég spilaði alla leiki í Fótbolta.net mótinu og mikið í Lengjudeildinni. Þetta var 50-50 að ég myndi spila eitthvað í fyrstu leikjunum. Væntingarnar voru alveg háar,“ sagði Sindri. Hann segist vera ánægður með hvernig fyrstu tveir leikirnir í efstu deild hafa gengið. „Það var svekkjandi að missa leikinn gegn ÍA niður í jafntefli en leikurinn gegn Leikni var flottur. Svo er Víkingur næst sem er kannski fyrsta alvöru prófið.“ Samherjarnir og þjálfararnir hjálpa Sindri segir að stökkið upp um tvær deildir hafi ekki verið jafn stórt og hann átti von á. Það er allavega langt frá því að vera óviðráðanlegt. „Ég hef ekkert spilað 1. og 2. deild og veit ekkert hvernig það er. Ég hélt að þetta væri erfiðara, ef við getum orðað það þannig. En mér líður mjög vel í Stjörnunni. Það hjálpar líka að hafa Jökul og Gústa [Ágúst Gylfason] sem ég þekki úr Blikunum. Ég fór ekkert stressaður inn í þetta. Ég vissi alveg hvar ég hafði þá,“ sagði Sindri. Sindri þakkar Jökli Elísabetarsyni fyrir að hafa fengið sig til Stjörnunnar.vísir/vilhelm Hann segir að félagarnir í Stjörnuvörninni og markvörðurinn Haraldur Björnsson hafi einnig hjálpað sér mikið að aðlagast lífinu í efstu deild. „Halli er sítalandi á æfingum og í leikjum og það hjálpar mikið. Liðsheildin er góð og við viljum allir ná langt. Það skiptir miklu máli,“ sagði Sindri. Leið vel í Augnabliki Sem fyrr sagði er hann uppalinn Bliki en spilaði aldrei fyrir meistaraflokk liðsins. Sindri segir að leiðin inn í Blikaliðið hafi þó ekki verið ófær. „Hún var alls ekki lokuð. Þetta var kannski meira að ég vildi ekki nýta mér tækifærið. Jölli var alltaf að þrýsta á mig að gera það en ég veit ekki af hverju ég gerði það. En mér leið svo vel í Augnabliki og það var aðallega það,“ sagði Sindri að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira