Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2022 11:19 Brigitte Brugger segir að í raun hvaða fuglategund sem er geti smitast af flensunni. Stöð 2 Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira