Markalaust hjá Brentford og Tottenham Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. apríl 2022 18:26 Eriksen mætti sínum gömlu félögum í dag. vísir/Getty Ekkert mark var skorað þegar Brentford fékk Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tottenham á nú í harðri baráttu við erkifjendur sína í Arsenal um fjórða sætið sem gefur keppnisrétt í Meistaradeildinni og þurfa lærisveinar Antonio Conte á öllum stigum að halda í þeirri baráttu. Harry Kane og félagar voru ekki upp á sitt besta í dag og átti Tottenham til að mynda ekki skot á mark Brentford. Tottenham nú tveimur stigum á eftir Arsenal en Brentford siglir lygnan sjó í ellefta sæti deildarinnar með 40 stig. Enski boltinn
Ekkert mark var skorað þegar Brentford fékk Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tottenham á nú í harðri baráttu við erkifjendur sína í Arsenal um fjórða sætið sem gefur keppnisrétt í Meistaradeildinni og þurfa lærisveinar Antonio Conte á öllum stigum að halda í þeirri baráttu. Harry Kane og félagar voru ekki upp á sitt besta í dag og átti Tottenham til að mynda ekki skot á mark Brentford. Tottenham nú tveimur stigum á eftir Arsenal en Brentford siglir lygnan sjó í ellefta sæti deildarinnar með 40 stig.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti