Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 09:00 Fullt tungl yfir höfuðstöðvum Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Þórólfs sem birtist á Vísi í dag. Þar vísar hann í gagnrýni Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið lög þegar 22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur á dögunum. Inntak gagnrýninnar var það að Bjarni hafi brotið 4. grein laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem segir að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. Aðspurð um hvort það hafi ekki átt að vera Bankasýslan sem færi yfir hvert og eitt kauptilboð í ferlinu sagði Oddný: „Auðvitað er það hennar hlutverk að vinna úr tilboðunum. Og leggja svo tillöguna fyrir fjármálaráðherrann, sem annað hvort samþykkir eða hafnar tillögunni. Hann verður að vita, fjármálaráðherra Íslands hvað hann er að gera þegar hann er að einkavæða bankanna. Hverjir eru að fá hluti ríkisins á afslætti í bönkunum,“ sagði hún. Í greininni sem Þórólfur birti á Vísi í morgun segir hann að það sé hans mat að bankasalan hafi verið í samræmi við lögin sem Oddný vísaði til, sem og lögskýringargögn sem þeim fylgdu. Rökstuddi lokað útboð Í greininni er vísað í málsgrein í lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpinu þar sem tekið er fram að almennt sé gert ráð fyrir því að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu útboði, rökstyðja þurfi sérstaklega ef ekki standi til að bjóða hlut til sölu með slíkum hætti. Hefur þessi málsgrein meðal annars verið tilefni gagnrýni á söluferlið í mars, sem var í lokuðu útboði, en ekki opnu líkt og í fyrra skiptið sem ríkið seldi stóran hlut í Íslandsbanka. Bendir Þórólfur á í greininni að Bankasýslan hafi í janúar sett fram rökstuðning fyrir því að halda lokað útboð. „Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli,“ skrifar Þórólfur. Ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð Í greininni bendir hann einnig á að ráðherra þurfi ekki að samþykkja hvert og eitt tilboð í útboði. Telur hann að sá lagatexti sem Oddný vísaði til og byggði gagnrýna sína á, eigi ekki við um almennt eða lokað útboð. „Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu,“ skrifar Þórólfur. Segir hann enn fremur að Bankasýslan hafi óskað eftir samþykki ráðherra um magn og verð á þeim hlutum sem átti að selja, að öðru leyti hafi verið óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. „Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu.“ Lesa má grein Þórólfs hér.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. 20. apríl 2022 20:15
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent