Superman-búningur Buffons kostaði Parma tvær milljónir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 09:00 Gianluigi Buffon hefur varið mark Parma í vetur. Getty/Giuseppe Bellini Ítalska knattspyrnufélagið Parma neyddist til að greiða bandaríska kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros 15.000 evrur, jafnvirði 2 milljóna króna, fyrir að nota Superman-merkið í leyfisleysi. Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu. Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu.
Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira