Handarbrotnaði á æfingu með Bayern en stefnir á að vera klár fyrir EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 08:00 Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán er handarbrotin og spilar ekki meira á leiktíðinni. Swen Pförtner/Getty Images Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir varð fyrir því óláni að handarbrotna á æfingu nýverið. Þrátt fyrir að þau miklu vonbrigði horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á að vera klár fyrir Evrópumótið í sumar. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í sviðsljósinu í dágóðan tíma. Hún spratt fram á sjónvarsviðið með Fylki í efstu deild hér á landi sumarið 2019 þegar hún lék 15 deildarleiki með Fylki í efstu deild. Strax var ljóst að um mikið efni væri að ræða og ákvað enska félagið Everton að festa kaup á markverðinum öfluga á síðasta ári þó svo að hún gæti ekki spilað með liðinu strax þar sem hana skorti atvinnuleyfi. Cecilía Rán var því lánuð til sænska félagsins Örebro fyrir áramót en fyrr á þessu ári gekk hún í raðir þýska stórveldisins Bayern München á láni. Er hún þar hluti af íslensku þríeyki en þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leika einnig með liðinu. Cecilía Rán og stöllur hennar súrar eftir stórt tap gegn Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni.Martin Rose/Getty Images Eftir síðasta landsliðsverkefni Íslands - þar sem liðið vann mikilvæga sigra á Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2023 - fór Cecilía Rán á æfingu þar sem hún varð fyrir því óláni að handarbrotna. „Ég var á markmannsæfingu og fékk boltann svona ofan á puttann einhvern veginn sem leiddi til þess að það brotnaði bein í hendinni.“ „Já, þetta var nokkuð fast skot,“ sagði Cecilía Rán hugsi er hún ræddi við blaðamann sem hafði aldrei heyrt um að fólk gæti handarbrotnað við slík slys. , Cecilía! Nach ihrem Handbruch im Training hatte @ceciliaran03 einen kleinen Eingriff, der gut verlaufen ist. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/8BJzJ4jvom— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) April 20, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart þá er um að ræða hægri hendi Cecilíu Ránar sem er líkt og stór meirihluti mannkyns rétthent. „Ég verð orðin geggjuð með vinstri eftir þetta,“ segir hún og hlær. Ekki meiðst illa áður „Það má segja að þetta séu fyrstu stóru meiðslin mín. Hef aldrei lent í neinu sem hefur krafist þess að ég þurfi að fara í aðgerð svo þetta var ákveðið sjokk. Maður veit samt um svo marga leikmenn sem hafa lent í erfiðum meiðslum og komið sterkari til baka.“ „Þetta er lærdómsríkt ferli og mér líður eins og ég sé vel undirbúin undir þetta,“ sagði hin ávallt jákvæða Cecilía Rán um meiðslin. Löng endurhæfing en EM er möguleiki „Ég verð í Þýskalandi í fjórar vikur eða þangað til tímabilið er búið. Síðasti leikur er 15. maí því okkur mistókst að komast í bikarúrslit. Eftir það kem ég heim og klára endurhæfinguna heima á Íslandi,“ segir Cecilía Rán aðspurð út í endurhæfinguna sem framundan er. „Bayern er búið að vera í sambandi við KSÍ varðandi hver mun sjá um endurhæfinguna og svona því þegar ég kem heim til Íslands á ég enn eftir tvær til þrjár vikur af endurhæfingu. Ég talaði við lækninn hérna úti og hann sagði að við ættum að setja stefnuna á Evrópumótið. Eftir sex vikur get ég farið að vera aðeins í marki og svo aukum við álagið hægt og rólega eftir það.“ Ljóst er að Cecilía Rán var og er enn í myndinni hjá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara en hún spilaði gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á dögunum. Alls á Cecilía Rán að baki átta A-landsleiki og hefur hún haldið hreinu í sex þeirra. Cecilía Rán í landsleik gegn Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Omar Vega/Getty Images Flutningar í Bítlaborgina í haust? Undir lokin á spjallsins var Cecilía Rán spurð út í haustið en þá á hún loks að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. „Ef ekkert breytist fer ég til Englands. Ég er hins vegar ekki viss hvernig staðan er með atvinnuleyfið en eins og staðan er núna fer ég út. Það kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Það eru nokkrir aðrir hlutir í stöðunni ef það gengur ekki upp.“ „Mér líður mjög vel í Þýskalandi og líður eins og ég hafi bætt mig mjög sem leikmaður síðan ég kom hingað. Ég er samt opin fyrir öllu.“ Síðasta spurningin sneri svo að Bestu deildinni en Cecilía Rán er mjög spennt fyrir sumrinu hér á landi. Aðspurð hvaða lið yrði Íslandsmeistari þá stóð ekki á svörum: „Afturelding,“ sagði Cecilía Rán að endingu hlæjandi en fótboltaferill hennar hófst í Mosfellsbænum. Afturelding eru nýliðar í Bestu deildinni.Hafliði Breiðfjörð Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hin 18 ára gamla Cecilía Rán hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í sviðsljósinu í dágóðan tíma. Hún spratt fram á sjónvarsviðið með Fylki í efstu deild hér á landi sumarið 2019 þegar hún lék 15 deildarleiki með Fylki í efstu deild. Strax var ljóst að um mikið efni væri að ræða og ákvað enska félagið Everton að festa kaup á markverðinum öfluga á síðasta ári þó svo að hún gæti ekki spilað með liðinu strax þar sem hana skorti atvinnuleyfi. Cecilía Rán var því lánuð til sænska félagsins Örebro fyrir áramót en fyrr á þessu ári gekk hún í raðir þýska stórveldisins Bayern München á láni. Er hún þar hluti af íslensku þríeyki en þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leika einnig með liðinu. Cecilía Rán og stöllur hennar súrar eftir stórt tap gegn Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni.Martin Rose/Getty Images Eftir síðasta landsliðsverkefni Íslands - þar sem liðið vann mikilvæga sigra á Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2023 - fór Cecilía Rán á æfingu þar sem hún varð fyrir því óláni að handarbrotna. „Ég var á markmannsæfingu og fékk boltann svona ofan á puttann einhvern veginn sem leiddi til þess að það brotnaði bein í hendinni.“ „Já, þetta var nokkuð fast skot,“ sagði Cecilía Rán hugsi er hún ræddi við blaðamann sem hafði aldrei heyrt um að fólk gæti handarbrotnað við slík slys. , Cecilía! Nach ihrem Handbruch im Training hatte @ceciliaran03 einen kleinen Eingriff, der gut verlaufen ist. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/8BJzJ4jvom— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) April 20, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart þá er um að ræða hægri hendi Cecilíu Ránar sem er líkt og stór meirihluti mannkyns rétthent. „Ég verð orðin geggjuð með vinstri eftir þetta,“ segir hún og hlær. Ekki meiðst illa áður „Það má segja að þetta séu fyrstu stóru meiðslin mín. Hef aldrei lent í neinu sem hefur krafist þess að ég þurfi að fara í aðgerð svo þetta var ákveðið sjokk. Maður veit samt um svo marga leikmenn sem hafa lent í erfiðum meiðslum og komið sterkari til baka.“ „Þetta er lærdómsríkt ferli og mér líður eins og ég sé vel undirbúin undir þetta,“ sagði hin ávallt jákvæða Cecilía Rán um meiðslin. Löng endurhæfing en EM er möguleiki „Ég verð í Þýskalandi í fjórar vikur eða þangað til tímabilið er búið. Síðasti leikur er 15. maí því okkur mistókst að komast í bikarúrslit. Eftir það kem ég heim og klára endurhæfinguna heima á Íslandi,“ segir Cecilía Rán aðspurð út í endurhæfinguna sem framundan er. „Bayern er búið að vera í sambandi við KSÍ varðandi hver mun sjá um endurhæfinguna og svona því þegar ég kem heim til Íslands á ég enn eftir tvær til þrjár vikur af endurhæfingu. Ég talaði við lækninn hérna úti og hann sagði að við ættum að setja stefnuna á Evrópumótið. Eftir sex vikur get ég farið að vera aðeins í marki og svo aukum við álagið hægt og rólega eftir það.“ Ljóst er að Cecilía Rán var og er enn í myndinni hjá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara en hún spilaði gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á dögunum. Alls á Cecilía Rán að baki átta A-landsleiki og hefur hún haldið hreinu í sex þeirra. Cecilía Rán í landsleik gegn Nýja-Sjálandi fyrr á þessu ári. Omar Vega/Getty Images Flutningar í Bítlaborgina í haust? Undir lokin á spjallsins var Cecilía Rán spurð út í haustið en þá á hún loks að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. „Ef ekkert breytist fer ég til Englands. Ég er hins vegar ekki viss hvernig staðan er með atvinnuleyfið en eins og staðan er núna fer ég út. Það kemur allt í ljós á næstu dögum og vikum. Það eru nokkrir aðrir hlutir í stöðunni ef það gengur ekki upp.“ „Mér líður mjög vel í Þýskalandi og líður eins og ég hafi bætt mig mjög sem leikmaður síðan ég kom hingað. Ég er samt opin fyrir öllu.“ Síðasta spurningin sneri svo að Bestu deildinni en Cecilía Rán er mjög spennt fyrir sumrinu hér á landi. Aðspurð hvaða lið yrði Íslandsmeistari þá stóð ekki á svörum: „Afturelding,“ sagði Cecilía Rán að endingu hlæjandi en fótboltaferill hennar hófst í Mosfellsbænum. Afturelding eru nýliðar í Bestu deildinni.Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti