„Við þurfum að eiga toppleik til þess að láta draumana rætast“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 22:15 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska landsliðsins, að fara yfir málin Vísir: Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var svekktur eftir tap á móti Svíþjóð í undankeppni EM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið lenti undir strax í byrjun leiks og náði aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn, lokatölur 23-29. „Mér líður alveg ágætlega. Ég er aldrei sáttur við að tapa en við tókum margt gott með okkur úr þessum leik. Það voru kaflar þarna sem voru erfiðir, þær voru fjandi góðar og eru erfiðar. Ég tek margt gott úr þessu og ætla vera nokkuð sáttur.“ Arnar segir að þetta hafa verið bæting frá síðustu viðureign liðanna sem fór fram í Svíþjóð í október. Sá leikur endaði með 13 marka sigri Svíþjóðar, 30-17. „Við vorum í bullandi vandræðum þá og mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við sýndum það í dag, að við erum í framför.“ Arnar segir að stelpurnar þurfi að hafa trú á verkefninu og því sem þær eru að gera. „Þær þurfa fyrst og fremst að leggja sig 100% fram við það sem við erum að leggja upp með. Hafa trú á þessu og hafa hugrekki í allt sem að við erum að gera, mér fannst við gera það. Ég er stoltur af þeim.“ Næsti leikur fer fram á laugardaginn á móti Serbíu úti í Serbíu og vill Arnar að stelpurnar haldi áfram að bæta við það sem þær hafa verið að gera. „Við þurfum að halda áfram að bæta við það sem við höfum verið að gera. Við erum að standa vörn nokkuð vel nánast allan leikinn hérna í dag. Við skilum okkur vel heim og erum nokkuð agaðar heilt yfir sóknarlega, velja færi ágætlega. Við þurfum að gera það á útivelli á laugardaginn og bæta aðeins við. Við þurfum að eiga toppleik til þess að láta draumana rætast.“ EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 23-29| Svíþjóð vann með sex mörkum Ísland mætti ógnarsterku liði Svíþjóðar í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér farseðil á EM í handbolta. Svíþjóð náði strax forystu á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni út til leiksloka. Lokatölur 23-29. 20. apríl 2022 21:05 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Mér líður alveg ágætlega. Ég er aldrei sáttur við að tapa en við tókum margt gott með okkur úr þessum leik. Það voru kaflar þarna sem voru erfiðir, þær voru fjandi góðar og eru erfiðar. Ég tek margt gott úr þessu og ætla vera nokkuð sáttur.“ Arnar segir að þetta hafa verið bæting frá síðustu viðureign liðanna sem fór fram í Svíþjóð í október. Sá leikur endaði með 13 marka sigri Svíþjóðar, 30-17. „Við vorum í bullandi vandræðum þá og mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við sýndum það í dag, að við erum í framför.“ Arnar segir að stelpurnar þurfi að hafa trú á verkefninu og því sem þær eru að gera. „Þær þurfa fyrst og fremst að leggja sig 100% fram við það sem við erum að leggja upp með. Hafa trú á þessu og hafa hugrekki í allt sem að við erum að gera, mér fannst við gera það. Ég er stoltur af þeim.“ Næsti leikur fer fram á laugardaginn á móti Serbíu úti í Serbíu og vill Arnar að stelpurnar haldi áfram að bæta við það sem þær hafa verið að gera. „Við þurfum að halda áfram að bæta við það sem við höfum verið að gera. Við erum að standa vörn nokkuð vel nánast allan leikinn hérna í dag. Við skilum okkur vel heim og erum nokkuð agaðar heilt yfir sóknarlega, velja færi ágætlega. Við þurfum að gera það á útivelli á laugardaginn og bæta aðeins við. Við þurfum að eiga toppleik til þess að láta draumana rætast.“
EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 23-29| Svíþjóð vann með sex mörkum Ísland mætti ógnarsterku liði Svíþjóðar í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér farseðil á EM í handbolta. Svíþjóð náði strax forystu á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni út til leiksloka. Lokatölur 23-29. 20. apríl 2022 21:05 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 23-29| Svíþjóð vann með sex mörkum Ísland mætti ógnarsterku liði Svíþjóðar í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna á Ásvöllum í kvöld. Með sigrinum tryggði Svíþjóð sér farseðil á EM í handbolta. Svíþjóð náði strax forystu á fyrstu mínútum leiksins og hélt henni út til leiksloka. Lokatölur 23-29. 20. apríl 2022 21:05