Arnar: Mér fannst frammistaðan alveg verðskulda þrjú stig Árni Gísli Magnússon skrifar 20. apríl 2022 19:45 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. vísir/stefán KA vann 1-0 sigur á Leikni Reykjavík á Dalvíkurvelli nú í kvöld. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði sigurmark leiksins á 53. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í leiknum og fyrst og fremst að fá stigin þrjú. „Sáttur svona heilt yfir, mér fannst við stjórna ferðinni fram að markinu en vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, það kom í tví- eða þrígang að við gefum þeim dauðafæri en sluppum með það en mér fannst við vera með tögl og haldir alveg fram að því að við skorum markið og það er oft svona eðlilegt að við föllum niður og þeir keyra á okkur án þess að skapa sér einhver færi þannig að auðvitað hefði maður viljað fá annað markið til að klára leikinn en það kom ekki. Við náðum að halda hreinu og skora þetta eina mark sem skiptir sköpum.” Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og þá sérstaklega ekki fyrri hálfleikur. Fannst Arnari vera vorbragur yfir leiknum? „Það er oft svona þessir fyrstu leikir, við höfum ekki spilað marga leiki með þetta lið sem við voru með núna inn á, fyrsti leikur sem Bryan spilar sem dæmi og spilar 90 mínútur og annar leikurinn hjá Oleksii (Bykov) þar sem hann spilar 90 mínútur þannig það er bara ósköp eðlilegt að það sé svona smá vorbragur og þeim mun kærara að ná í þrjú stig en ekki það að mér fannst frammistaðan alveg verðskulda þrjú stig.” KA missti boltann oftar en einu sinni klaufalega í öftustu línu þar sem Leiknismenn hefðu getað refsað með marki. Arnar var sammála undirrituðum að þetta væri klaufaskapur sem ætti ekki að sjást. „Mér fannst þetta nú vera þannig að þetta var alger klaufagangur sem á ekki að sjást hvort sem það er bara fyrsti leikur og menn eitthvað smá stressaðir en þetta var allavega mjög sérstakt og kom í örugglega þrígang þar sem Stubbur einu sinni gerir einhverja vitleysu og svo erum við að senda boltann bara og komum okkur í bölvað vesen en sem betur fer sluppum við með það en ég held að við höfum verið með boltann tæp 70% í fyrri hálfleik, það voru miklir yfirburðir en það er oft erfitt að brjóta niður þegar liðið fellur mjög neðarlega á völlinn og fer að verjast með tíu menn fyrir aftan boltann en við komum okkur nokkrum sinnum í álitlegar stöður en það vantaði svona herslumuninn til að skora fyrsta markið. Hallgrímur Mar byrjaði á bekknum í dag en kom inn á á 68. mínútu. Þá spilaði Sebastian Brebels ekkert í dag. Hver er staðan á hópnum? „Allavega Grímsi fékk núna einhverjar 20-25 mínútur og hefur verið að fá það í síðustu tveimur til þremur leikjum sem er bara jákvætt, hann er svona að koma til. Brebels er bara rétt byrjaður að æfa með okkur, hann var í hóp og það er svona spurning hvort hann fái ekki einhverjar mínútur í næstu leikjum, ég á ekki von á öðru. Hópurinn er bara þéttast, Bryan tekur í fyrsta skipti 90 mínútur sem er jákvætt, það styttist í Hrannar, hann er að æfa með okkur og hópurinn er að þéttast en það væri betra ef leikmenn væru búnir að taka 6-8 leiki fyrir mót og vera í góðri leikæfingu en það er ekki þannig að við þurfum bara að reyna vinna það sem við erum með í höndunum eins og staðan er í dag.” „Það var svona verið að skoða það fyrir 2-3 vikum en ég veit ekki hvernig staðan er á því núna, ef eitthvað dettur upp í hendurnar á okkur bara í svona stuttan tíma sem við erum að fá þessa leikmenn inn en ég veit ekki hvernig staðan er á því núna”, sagði Arnar aðspurður hvort félagið myndi sækja fleiri leikmenn og þá jafnvel frá Úkraínu . KA spilar að minnsta kosti sinn næsta heimaleik á Dalvíkurvelli en framkvæmdir standa yfir á KA-svæðinu þar sem nýr völlur mun rísa sem KA mun spila leiki sína á í sumar. Vonir eru bundnar við að völlurinn verðir klár 11. maí þegar FH kemur í heimsókn. Arnar vildi þó ekki vera of bjartsýnn á það. „Ég veit það ekki, það eru björtustu vonir en við skulum reyna vona það en það svona á það til að lengjast aðeins en þá skulum við vona að við verðum ekki seinna en 22. maí á móti Stjörnunni heima” KA hefur verið spáð af flestum ef ekki öllum miðlum fyrir neðan topp 6 sætin í sumar. Hvernig list Arnari á það og nýja fyrirkomulagið á mótinu? „Ef við myndum lenda fyrir neðan sjötta sæti þá er þetta ekki spennandi en þetta er nýtt fyrirkomulag og það verið reyna bæta deildina og gera hana meira spennandi og ég held að það sé bara spennandi að sjá hvernig þetta kemur út og vonandi verðum við í efri hlutanum til að gera þetta skemmtilegt.” Besta deild karla KA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
„Sáttur svona heilt yfir, mér fannst við stjórna ferðinni fram að markinu en vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, það kom í tví- eða þrígang að við gefum þeim dauðafæri en sluppum með það en mér fannst við vera með tögl og haldir alveg fram að því að við skorum markið og það er oft svona eðlilegt að við föllum niður og þeir keyra á okkur án þess að skapa sér einhver færi þannig að auðvitað hefði maður viljað fá annað markið til að klára leikinn en það kom ekki. Við náðum að halda hreinu og skora þetta eina mark sem skiptir sköpum.” Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og þá sérstaklega ekki fyrri hálfleikur. Fannst Arnari vera vorbragur yfir leiknum? „Það er oft svona þessir fyrstu leikir, við höfum ekki spilað marga leiki með þetta lið sem við voru með núna inn á, fyrsti leikur sem Bryan spilar sem dæmi og spilar 90 mínútur og annar leikurinn hjá Oleksii (Bykov) þar sem hann spilar 90 mínútur þannig það er bara ósköp eðlilegt að það sé svona smá vorbragur og þeim mun kærara að ná í þrjú stig en ekki það að mér fannst frammistaðan alveg verðskulda þrjú stig.” KA missti boltann oftar en einu sinni klaufalega í öftustu línu þar sem Leiknismenn hefðu getað refsað með marki. Arnar var sammála undirrituðum að þetta væri klaufaskapur sem ætti ekki að sjást. „Mér fannst þetta nú vera þannig að þetta var alger klaufagangur sem á ekki að sjást hvort sem það er bara fyrsti leikur og menn eitthvað smá stressaðir en þetta var allavega mjög sérstakt og kom í örugglega þrígang þar sem Stubbur einu sinni gerir einhverja vitleysu og svo erum við að senda boltann bara og komum okkur í bölvað vesen en sem betur fer sluppum við með það en ég held að við höfum verið með boltann tæp 70% í fyrri hálfleik, það voru miklir yfirburðir en það er oft erfitt að brjóta niður þegar liðið fellur mjög neðarlega á völlinn og fer að verjast með tíu menn fyrir aftan boltann en við komum okkur nokkrum sinnum í álitlegar stöður en það vantaði svona herslumuninn til að skora fyrsta markið. Hallgrímur Mar byrjaði á bekknum í dag en kom inn á á 68. mínútu. Þá spilaði Sebastian Brebels ekkert í dag. Hver er staðan á hópnum? „Allavega Grímsi fékk núna einhverjar 20-25 mínútur og hefur verið að fá það í síðustu tveimur til þremur leikjum sem er bara jákvætt, hann er svona að koma til. Brebels er bara rétt byrjaður að æfa með okkur, hann var í hóp og það er svona spurning hvort hann fái ekki einhverjar mínútur í næstu leikjum, ég á ekki von á öðru. Hópurinn er bara þéttast, Bryan tekur í fyrsta skipti 90 mínútur sem er jákvætt, það styttist í Hrannar, hann er að æfa með okkur og hópurinn er að þéttast en það væri betra ef leikmenn væru búnir að taka 6-8 leiki fyrir mót og vera í góðri leikæfingu en það er ekki þannig að við þurfum bara að reyna vinna það sem við erum með í höndunum eins og staðan er í dag.” „Það var svona verið að skoða það fyrir 2-3 vikum en ég veit ekki hvernig staðan er á því núna, ef eitthvað dettur upp í hendurnar á okkur bara í svona stuttan tíma sem við erum að fá þessa leikmenn inn en ég veit ekki hvernig staðan er á því núna”, sagði Arnar aðspurður hvort félagið myndi sækja fleiri leikmenn og þá jafnvel frá Úkraínu . KA spilar að minnsta kosti sinn næsta heimaleik á Dalvíkurvelli en framkvæmdir standa yfir á KA-svæðinu þar sem nýr völlur mun rísa sem KA mun spila leiki sína á í sumar. Vonir eru bundnar við að völlurinn verðir klár 11. maí þegar FH kemur í heimsókn. Arnar vildi þó ekki vera of bjartsýnn á það. „Ég veit það ekki, það eru björtustu vonir en við skulum reyna vona það en það svona á það til að lengjast aðeins en þá skulum við vona að við verðum ekki seinna en 22. maí á móti Stjörnunni heima” KA hefur verið spáð af flestum ef ekki öllum miðlum fyrir neðan topp 6 sætin í sumar. Hvernig list Arnari á það og nýja fyrirkomulagið á mótinu? „Ef við myndum lenda fyrir neðan sjötta sæti þá er þetta ekki spennandi en þetta er nýtt fyrirkomulag og það verið reyna bæta deildina og gera hana meira spennandi og ég held að það sé bara spennandi að sjá hvernig þetta kemur út og vonandi verðum við í efri hlutanum til að gera þetta skemmtilegt.”
Besta deild karla KA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira