Þetta er gert þar sem dregið hefur hratt úr Covid-19 faraldrinum að því er fram kemur á vef Landspítalans.
Þetta hefur það meðal annars í för með sér að reglulegir fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar hafa verið lagðir af. Kallað verður til slíkra funda aðeins ef talin verður sérstök þörf á.
Í óvissustigi felst að viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar og dagleg starfsemi ræður við atburðinn.
Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, þar af eru ellefu með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu.