Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2022 09:51 Forsvarsmenn Netflix ætla í hart við fólk sem deilir lykilorðum sínum með öðrum. Getty/Aaron P Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung. Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix. Netflix Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix.
Netflix Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira