Í grein NY Times kemur fram að ekki sé búið að staðfesta bannið en að háttsettur aðili innan alþjóðatennissambandsins hafi sagt að það yrði gert fyrr heldur en síðar. Wimbledon er eitt fjögurra stórmóta í tennis og á að hefjast seint í júnímánuði.
Fari svo að bannið taki gildi er ljóst að þónokkrir sterkir keppendur munu ekki taka þátt á mótinu í ár. Alls eru fjórir Rússar ofarlega á heimslistanum karla megin, þar á meðal Daniil Medvedev sem situr í 2. sæti listans.
Þá er Aryna Sabalenka frá Hvíta-Rússlandi í 4. sæti listans kvenna megin og Anastasia Pavlyuchenkova frá Rússlandi situr í 15. sæti listans.
Wimbledon officials were set to announce they would bar Russian and Belarusian players from playing in this year's tournament because of Russia s invasion of Ukraine and Belarus support of the war. https://t.co/kLL4S7xaTo
— The New York Times (@nytimes) April 20, 2022
Wimbledon yrði fyrsta mótið síðan innrásin hófst til að banna keppendum frá þessum tveimur þjóðum. Keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hafa keppt sem einstaklingar án þjóðernis á þeim mótum sem fram hafa farið síðan Rússland réðst inn í Úkraínu í febrúar.
Það verður að öllum líkindum ekki í boði á Wimbledon.