Skóli á skilorði Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 20. apríl 2022 09:32 Margir hafa áhyggjur af grunnskólagöngu barna hvort heldur eigin barna, barnabarna eða barna yfirleitt. Áhyggjur stafa oftar en ekki af vangetu skólanna til að sinna til fullnustu þörfum barnanna, líkt og lög gera ráð fyrir. Skóli án aðgreiningar, heitir sú skólastefna sem nú er rekin í landinu og gerir líkt og nafnið ber með sér, ráð fyrir að í einum og sama skólanum og bekknum sitji börn með ólíka getu og þroska. Stefnan er falleg og hugsjónin góð en hún er illa framkvæmd. Það virðist hafa gleymst að Skóli án aðgreiningar kostar peninga. Peninga, til að greiða fyrir hverskonar sérfræðiþjónustu, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Eitthvað af þessum stöðum er til innan skólanna en mjög mikið vantar upp á að sé það viðunandi. Talmeinafræðinga og iðjuþjálfa hef ég t.d. aldrei séð í grunnskóla. Stefnan gerir ráð fyrir að skólar fái úthlutað fjármagni vegna nemenda með almenna og sértæka námserfiðleika s.s. í lestri, íslensku og stærðfræði, hegðunarerfiðleika, röskun á hreyfifærni og mál- og talörðugleika. Útdeiling þess fjármagns miðast annars vegar við nemendafjölda í skóla og hins vegar við félagslegar aðstæður í hverfi þar sem við á (10-12% allra nemenda). Þessi stefna eru því miður ekkert annað en orðin tóm. Fjárframlög til grunnskóla reiknast út frá nemendafjölda og niðurstöðum úr greiningum frá fjórum helstu stofnunum á þessu sviði í landinu; þ.e. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, Heyrna og talmeinastöðvar Íslands og Barna- og unglingageðdeildar Íslands. Þannig að ef barn hefur sérþarfir hefur það engan rétt á sérstakri tillitssemi eða aðstoð nema það hafi fengið formlega greiningu þessara stofnana (og engra annarra á verstu tilvikunum). Þetta er einmitt á þeim aldri barnanna sem ýmislegt einstaklingsbundið kemur fram hjá þeim, s.s. athyglisbrestur, ofvirkni, einhverfuróf, Touretta Syndrom eða annað. Það tekur tíma að koma auga á sérþarfir og það sem verra er tekur það því miður enn lengri tíma að fá vandann staðfestan af sérfræðingum, eða um tvö ár. Í fjárframlögum til grunnskólanna hunsa sveitafélögin þennan veruleika algerlega. Samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar ber skólunum og þar með kennurunum að koma til móts við alla nemendur þar sem þeir eru staddir, burt séð frá greiningum. Til þess hafa þeir þó yfirleitt ekki aðra burði en að bjóða öllum upp á nokkurn veginn sama námið. Einstaka ofurmenni úr hópi kennara býr þó til nokkrar námsskrár og námsefni í einum bekk, er svo heppinn að hafa stuðning ófaglærðs starfsmanns hjá sér og hefur sérkennara og þroskaþjálfa innan seilingar sér til ráðgjafar, auk námsráðgjafa. Betra verður það aldrei. Það gefur augaleið að í þessum aðstæðum þarf kennarinn að vera vel „vopnum búinn“. Eða öllu heldur hann þarf að búa yfir góðri víðtækri þekkingu á ólíkum þörfum og þroska barna og mismunandi valkostum í námi sem og fjölbreytilegu nálgunum í kennslu. Ekki má gleyma uppeldisfræðinni s.s. valkostum við agastjórnun og hvötum til náms. Samkvæmt þessu þarf kennarinn síðan að vinna sérhvern dag. Það vantar ekki að iðulega komi fram í opinberum skýrslum um þessi mál hversu mikilvægt sé að efla starf umsjónakennara. Eru þeir þá svona slakir? Eru þeir latir? Kannski bara illa að sér? Eða eru þeir kannski miklu frekar bæði verkfæralausir og afar illa launaðir? Tíð og langvarandi veikindi grunnskólakennara eru staðreynd. Þess sér merki hjá VIRK endurhæfingarstöð og er engin furða. Það að vilja vera sá fagmaður sem numið var til og kennarinn hefur þróað en hafa ekki til þess bjargir, er ávísun á kulnun í starfi. Laun sem eru langt undir lægstu launum sambærilegra sérfræðinga bæta ekki úr skák. Hagsmunir barna og hagsmunir grunnskólakennara fara algerlega saman. Eftir að grunnskólarnir fóru til reksturs sveitafélaga í stað ríkis, hefur allur stjórnunarstíll og samskipti undir- og yfirmanna breyst. Á þeim 25 árum, sem liðin eru frá þessum breytingum – sama tíma og nýfrjálshyggjan hefur skotið djúpum rótum í íslensku þjóðfélagi – eru skólastjórar nú fyrst og fremst yfirmenn og faglegir leiðtogar kennaranna, en flati stjórnunarstíllinn þar sem allir unnu að sameiginlegu markmiði er horfinn. Ólíkt því sem áður var er kennsla ekki lengur hluti af starfi skólastjórans. Vilji kennari fá að vita hvernig fjármagni til skóla hans er ráðstafað, kemur í ljós að sveitafélögin fara ekki fram á það við grunnskólana að gera sér fjárhagsáætlun og því undir hælinn lagt hvort fjárhagsáætlun skólans sé til. Skólastjórar leggja ekki lengur fram reikninga skóla fyrir kennarana og annað starfsfólk. Í flestum skólum er það því algerlega á huldu fyrir kennurum, hvaða rétt á stuðningi og faglegri aðstoð þeir hafa. Reikningar liggja ekki uppi á borðinu og rekstur skólastarfsins því á engan hátt gagnsær. Það er ljóst að íslenskir grunnskólar eru í ógöngum, mismiklum eftir stærð, samsetningu og staðsetningu á landinu. Ég veit að við erum ansi mörg sem teljum að það gangi ekki lengur. Við erum þjóð sem bæði getur og hefur efni á afbragðs góðum grunnskólum. Meðal meirihluta almennings hefur dómur í raun þegar verið upp kveðinn, en hvert verður framhaldið? Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti. Nú er tækifærið til að spyrja frambjóðendur um grunnskólana í þínu kjördæmi og fella þinn dóm í kjölfar svaranna. Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi til formennsku í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Margir hafa áhyggjur af grunnskólagöngu barna hvort heldur eigin barna, barnabarna eða barna yfirleitt. Áhyggjur stafa oftar en ekki af vangetu skólanna til að sinna til fullnustu þörfum barnanna, líkt og lög gera ráð fyrir. Skóli án aðgreiningar, heitir sú skólastefna sem nú er rekin í landinu og gerir líkt og nafnið ber með sér, ráð fyrir að í einum og sama skólanum og bekknum sitji börn með ólíka getu og þroska. Stefnan er falleg og hugsjónin góð en hún er illa framkvæmd. Það virðist hafa gleymst að Skóli án aðgreiningar kostar peninga. Peninga, til að greiða fyrir hverskonar sérfræðiþjónustu, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Eitthvað af þessum stöðum er til innan skólanna en mjög mikið vantar upp á að sé það viðunandi. Talmeinafræðinga og iðjuþjálfa hef ég t.d. aldrei séð í grunnskóla. Stefnan gerir ráð fyrir að skólar fái úthlutað fjármagni vegna nemenda með almenna og sértæka námserfiðleika s.s. í lestri, íslensku og stærðfræði, hegðunarerfiðleika, röskun á hreyfifærni og mál- og talörðugleika. Útdeiling þess fjármagns miðast annars vegar við nemendafjölda í skóla og hins vegar við félagslegar aðstæður í hverfi þar sem við á (10-12% allra nemenda). Þessi stefna eru því miður ekkert annað en orðin tóm. Fjárframlög til grunnskóla reiknast út frá nemendafjölda og niðurstöðum úr greiningum frá fjórum helstu stofnunum á þessu sviði í landinu; þ.e. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, Heyrna og talmeinastöðvar Íslands og Barna- og unglingageðdeildar Íslands. Þannig að ef barn hefur sérþarfir hefur það engan rétt á sérstakri tillitssemi eða aðstoð nema það hafi fengið formlega greiningu þessara stofnana (og engra annarra á verstu tilvikunum). Þetta er einmitt á þeim aldri barnanna sem ýmislegt einstaklingsbundið kemur fram hjá þeim, s.s. athyglisbrestur, ofvirkni, einhverfuróf, Touretta Syndrom eða annað. Það tekur tíma að koma auga á sérþarfir og það sem verra er tekur það því miður enn lengri tíma að fá vandann staðfestan af sérfræðingum, eða um tvö ár. Í fjárframlögum til grunnskólanna hunsa sveitafélögin þennan veruleika algerlega. Samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar ber skólunum og þar með kennurunum að koma til móts við alla nemendur þar sem þeir eru staddir, burt séð frá greiningum. Til þess hafa þeir þó yfirleitt ekki aðra burði en að bjóða öllum upp á nokkurn veginn sama námið. Einstaka ofurmenni úr hópi kennara býr þó til nokkrar námsskrár og námsefni í einum bekk, er svo heppinn að hafa stuðning ófaglærðs starfsmanns hjá sér og hefur sérkennara og þroskaþjálfa innan seilingar sér til ráðgjafar, auk námsráðgjafa. Betra verður það aldrei. Það gefur augaleið að í þessum aðstæðum þarf kennarinn að vera vel „vopnum búinn“. Eða öllu heldur hann þarf að búa yfir góðri víðtækri þekkingu á ólíkum þörfum og þroska barna og mismunandi valkostum í námi sem og fjölbreytilegu nálgunum í kennslu. Ekki má gleyma uppeldisfræðinni s.s. valkostum við agastjórnun og hvötum til náms. Samkvæmt þessu þarf kennarinn síðan að vinna sérhvern dag. Það vantar ekki að iðulega komi fram í opinberum skýrslum um þessi mál hversu mikilvægt sé að efla starf umsjónakennara. Eru þeir þá svona slakir? Eru þeir latir? Kannski bara illa að sér? Eða eru þeir kannski miklu frekar bæði verkfæralausir og afar illa launaðir? Tíð og langvarandi veikindi grunnskólakennara eru staðreynd. Þess sér merki hjá VIRK endurhæfingarstöð og er engin furða. Það að vilja vera sá fagmaður sem numið var til og kennarinn hefur þróað en hafa ekki til þess bjargir, er ávísun á kulnun í starfi. Laun sem eru langt undir lægstu launum sambærilegra sérfræðinga bæta ekki úr skák. Hagsmunir barna og hagsmunir grunnskólakennara fara algerlega saman. Eftir að grunnskólarnir fóru til reksturs sveitafélaga í stað ríkis, hefur allur stjórnunarstíll og samskipti undir- og yfirmanna breyst. Á þeim 25 árum, sem liðin eru frá þessum breytingum – sama tíma og nýfrjálshyggjan hefur skotið djúpum rótum í íslensku þjóðfélagi – eru skólastjórar nú fyrst og fremst yfirmenn og faglegir leiðtogar kennaranna, en flati stjórnunarstíllinn þar sem allir unnu að sameiginlegu markmiði er horfinn. Ólíkt því sem áður var er kennsla ekki lengur hluti af starfi skólastjórans. Vilji kennari fá að vita hvernig fjármagni til skóla hans er ráðstafað, kemur í ljós að sveitafélögin fara ekki fram á það við grunnskólana að gera sér fjárhagsáætlun og því undir hælinn lagt hvort fjárhagsáætlun skólans sé til. Skólastjórar leggja ekki lengur fram reikninga skóla fyrir kennarana og annað starfsfólk. Í flestum skólum er það því algerlega á huldu fyrir kennurum, hvaða rétt á stuðningi og faglegri aðstoð þeir hafa. Reikningar liggja ekki uppi á borðinu og rekstur skólastarfsins því á engan hátt gagnsær. Það er ljóst að íslenskir grunnskólar eru í ógöngum, mismiklum eftir stærð, samsetningu og staðsetningu á landinu. Ég veit að við erum ansi mörg sem teljum að það gangi ekki lengur. Við erum þjóð sem bæði getur og hefur efni á afbragðs góðum grunnskólum. Meðal meirihluta almennings hefur dómur í raun þegar verið upp kveðinn, en hvert verður framhaldið? Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti. Nú er tækifærið til að spyrja frambjóðendur um grunnskólana í þínu kjördæmi og fella þinn dóm í kjölfar svaranna. Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi til formennsku í Kennarafélagi Reykjavíkur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun