Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 16:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05