Sara gagnrýnir gestgjafa EM: „Veit ekki hvað er í gangi í hausnum á þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2022 10:31 Akademíuleikvangur Manchester City lætur ekki mikið yfir sér. Sara Björk Gunnarsdóttir vill að glæsilegri leikvangar séu notaðir í lokakeppni EM. Getty Sara Björk Gunnarsdóttir segir að gestgjafar Evrópumótsins í fótbolta í sumar virðist ekkert vera að fylgjast með því sem sé í gangi í knattspyrnu kvenna í heiminum. Hún segir vanvirðingu fólgna í því á hvaða völlum Ísland spili sína leiki. Sara tjáir sig um þetta í hlaðvarpsþættinum Their Pitch. Þar segir hún Íslendinga sannarlega spennta fyrir því að fara á stórmót á Englandi enda með sterka tengingu við enska boltann. Hins vegar sé grátlegt að Ísland mæti þar bæði Ítalíu og Belgíu á akademíuleikvangi Manchester City. Akademíuleikvangurinn tekur aðeins 4.700 manns í sæti, samkvæmt heimasíðu UEFA, og að sjálfsögðu er orðið uppselt á báða leikina þó að EM hefjist ekki fyrr en í júlí. Þriðji leikur Íslands er svo í Rotherham, gegn Frakklandi, en sá leikvangur tekur 11.000 manns í sæti. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ segir Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir on the arenas in the euros this upcoming summer. When something like this happens you take a step back. I am disappointed with the arenas we have been given. It s shocking, embarrassing and disrespectful to women s football [@theirpitch] pic.twitter.com/dPoexdgvj1— Amanda Zaza (@amandaezaza) April 19, 2022 „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur. Manni finnst við alltaf vera að taka tvö skref fram á við en svo kemur eitthvað svona sem tekur okkur aftur á bak. En það verða leikir á stórum leikvöngum á mótinu og ég er viss um að það verður uppselt. Kvennafótboltinn er að springa út og fá þá virðingu sem fótboltinn á skilið. Það er meiri peningur í kvennafótboltanum núna, meiri fjárfesting, og þetta er á réttri leið,“ segir Sara í Their Pitch. Telur að 20.000 Íslendingar myndu vilja koma Stjórnandi þáttarins bendir þá á að karlalandsliðum yrði aldrei boðið upp á að spila á 4.700 manna leikvangi á stórmóti og Sara ítrekar óánægju sína með skipuleggjendur mótsins: „Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á þeim eða hvort þeir eru bara yfirhöfuð eitthvað að fylgjast með því sem er í gangi í kvennafótbolta. Ef að menn gerðu það þá væri bara almenn skynsemi að hafa hlutina öðruvísi. Það er bara vitleysa að þurfa að tala um þetta. Það er svekkjandi. Það gætu hæglega komið 20.000 manns frá Íslandi til að horfa á leikina. Fjölskyldumeðlimir áttu erfitt með að fá miða því þeir seldust bara strax upp,“ segir Sara og tekur undir að skoða ætti að færa leikina á stærri leikvanga þar sem að enn sé tími til stefnu. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. 28. mars 2022 15:31 „Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. 30. nóvember 2021 08:30 Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Sara tjáir sig um þetta í hlaðvarpsþættinum Their Pitch. Þar segir hún Íslendinga sannarlega spennta fyrir því að fara á stórmót á Englandi enda með sterka tengingu við enska boltann. Hins vegar sé grátlegt að Ísland mæti þar bæði Ítalíu og Belgíu á akademíuleikvangi Manchester City. Akademíuleikvangurinn tekur aðeins 4.700 manns í sæti, samkvæmt heimasíðu UEFA, og að sjálfsögðu er orðið uppselt á báða leikina þó að EM hefjist ekki fyrr en í júlí. Þriðji leikur Íslands er svo í Rotherham, gegn Frakklandi, en sá leikvangur tekur 11.000 manns í sæti. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ segir Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir on the arenas in the euros this upcoming summer. When something like this happens you take a step back. I am disappointed with the arenas we have been given. It s shocking, embarrassing and disrespectful to women s football [@theirpitch] pic.twitter.com/dPoexdgvj1— Amanda Zaza (@amandaezaza) April 19, 2022 „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur. Manni finnst við alltaf vera að taka tvö skref fram á við en svo kemur eitthvað svona sem tekur okkur aftur á bak. En það verða leikir á stórum leikvöngum á mótinu og ég er viss um að það verður uppselt. Kvennafótboltinn er að springa út og fá þá virðingu sem fótboltinn á skilið. Það er meiri peningur í kvennafótboltanum núna, meiri fjárfesting, og þetta er á réttri leið,“ segir Sara í Their Pitch. Telur að 20.000 Íslendingar myndu vilja koma Stjórnandi þáttarins bendir þá á að karlalandsliðum yrði aldrei boðið upp á að spila á 4.700 manna leikvangi á stórmóti og Sara ítrekar óánægju sína með skipuleggjendur mótsins: „Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á þeim eða hvort þeir eru bara yfirhöfuð eitthvað að fylgjast með því sem er í gangi í kvennafótbolta. Ef að menn gerðu það þá væri bara almenn skynsemi að hafa hlutina öðruvísi. Það er bara vitleysa að þurfa að tala um þetta. Það er svekkjandi. Það gætu hæglega komið 20.000 manns frá Íslandi til að horfa á leikina. Fjölskyldumeðlimir áttu erfitt með að fá miða því þeir seldust bara strax upp,“ segir Sara og tekur undir að skoða ætti að færa leikina á stærri leikvanga þar sem að enn sé tími til stefnu.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. 28. mars 2022 15:31 „Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. 30. nóvember 2021 08:30 Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. 28. mars 2022 15:31
„Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. 30. nóvember 2021 08:30
Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01
Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45
Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43