Arnar: Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg Sverrir Mar Smárason skrifar 18. apríl 2022 22:37 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með endurkomu sinna manna í dag en Víkingur kom til baka og vann FH 2-1 eftir að hafa lent undir eftir aðeins 30 sekúndur í leiknum. „Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
„Þetta var mikil taugaspenna og við vorum bara í sjokki eftir fyrstu sekúndurnar. Við brugðumst vel við. Mér fannst við koma vel inn í leikinn, svo náðum við 2-1 og þá ósjálfrátt fórum við að gefa aðeins eftir. Ingvar bjargaði okkur einu sinni og FH-ingarnir voru bara sterkir. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir en við svolítið spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. En ég er gríðarlega ánægður að ná fyrsta sigrinum því þetta er gríðarlega mikilvægt. Þetta er bara eins og þegar beljunum er hleypt út á vorinn, menn eru taugaspenntir og við þekkjum þetta allir. Menn vilja gera svo vel en að fá þetta mark snemma leiks var mikið högg. Ég sagði við strákana í hálfleik að við höfum staðist sterkari prófraun en þetta og ég er bara mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Arnar. Arnar var helst ánægður með viljastyrk og karakter sinna manna í dag. „Við vorum með ungt lið og höfum oftast ekkert kvartað þegar einhverja hefur vantað en við söknuðum Pablo á miðjunni og við söknuðum fleiri manna frá til dæmis bikarúrslitaleiknum í fyrra. Við vorum með unga stráka í dag. Ari var frábær. Fyrst og fremst ánægður með karakterinn og sigurviljann í liðinu að láta ekki þessa erfiðu byrjun slá sig út af laginu,“ sagði Arnar. Flestir tóku eftir því að Nikolaj Hansen, besti og markahæsti leikmaður síðasta tímabils, var ekki í byrjunarliðinu í dag. Arnar segir hann og fleiri ekki vera meidda í dag en hafa átt erfitt með meiðsli í vetur. „Hann er bara búinn að vera að ströggla í vetur með að ná fitness og sömuleiðis Birnir. Menn hafa verið að meiðast, fá covid og að droppa út og inn. Liðið sem við byrjuðum með í dag snerist um að að hafa fit stráka og mögulega var sárt fyrir Helga að vera tekinn útaf strax eftir að hafa skorað. Ég bjóst við að fá ferskari fætur inn en þá byrjuðum við að bakka of mikið. Þetta er óþægilegt að byrja að bakka svona og vilja halda fengnum hlut af því að það er líka ekki okkar stíll,“ sagði Arnar. Víkingar fara upp á Skaga í næstu umferð þar sem Arnar hóf sinn leikmannaferil. Arnar segir það mikilvægt að sækja stig á Akranes. „Ég segi það við strákana á hverju ári að ef þú ætlar að vinna eitthvað á Íslandi hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá þarftu að fara upp á Skaga og ná í úrslit, ég trúi þessu ennþá og það verður barið í strákana næstu vikuna,“ sagði Arnar að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu góðan 2-1 sigur í opnunarleik Bestu-deildarinnar er liðið tók á móti FH í kvöld. 18. apríl 2022 21:08
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti