Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson, Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 18. apríl 2022 07:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira