Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson, Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 18. apríl 2022 07:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín er sagður hafa veitt 64. vélbyssusveit rússneska hersins orður. Sveitin er ein þeirra sem er sögð hafa verið í borginni Bútsja, þar sem hundruð almennra borgara hafa verið myrt. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir 76 rússneskar hersveitir nú í Úkraínu, flestar þeirra í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Umfangsmiklar árásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt þar sem sjö létust. Þá létust átta í árásum Rússa í Donbas í dag. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta en þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum. Talsmaður varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir of snemmt að segja til um hvort borgin falli í hendur Rússa. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með bandamönnum sínum um stöðuna á morgun. Hann er þó ekki sjálfur á leiðinni til Úkraínu í bráð, líkt og Selenskí hefur kallað eftir. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira