„Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. apríl 2022 18:30 Aron að skora eitt af sjö mörkum sínum í dag Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. „Þetta var solid frammistaða, sérstaklega í dag. Spennustigið var hátt uppi hjá okkur í byrjun en mjög solid leikur í dag. Pínu sjálfstýring í seinni en samt góð frammistaða frá öllum,“ sagði Aron í leikslok. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðungin og fékk Ísland nokkur tækifæri til þess að koma sér yfir en boltinn virtist ekki ætla að rata inn. Góð frammistaða undir lok fyrri hálfleiksins og út allan seinni hálfleikinn skilaði þessum sigri. „Ætli það sé ekki ástæðan eins og ég segi á fyrsta korterinu var hátt spennustig. Það er ógeðslega gaman að vera komnir til landsins og spila fyrir framan fullt hús. Það jafnast ekkert á við það.“ Aron var frábær í leiknum í dag og skoraði fyrstu þrjú mörk Íslands og endaði með sjö mörk úr sjö skotum. „Maður var vel stilltur og vel gíraður og líka að fá ágætis opnanir. Þá tekur maður sénsana, maður fer ekki að missa af þeim.“ Aron segir að þessi sigur hafi sýnt mikið styrkleikamerki og ætla strákarnir að mæta klárir á HM í janúar. „Þetta lið var á EM, þetta er gott handbolta lið í handboltaheiminum. Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki hjá okkur en við ætlum að taka næsta skef og halda áfram. Við viljum bæta okkur með hverjum verkefninu.“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Austurríki | Leiðin greið á enn eitt stórmótið Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt. 16. apríl 2022 17:46 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Þetta var solid frammistaða, sérstaklega í dag. Spennustigið var hátt uppi hjá okkur í byrjun en mjög solid leikur í dag. Pínu sjálfstýring í seinni en samt góð frammistaða frá öllum,“ sagði Aron í leikslok. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðungin og fékk Ísland nokkur tækifæri til þess að koma sér yfir en boltinn virtist ekki ætla að rata inn. Góð frammistaða undir lok fyrri hálfleiksins og út allan seinni hálfleikinn skilaði þessum sigri. „Ætli það sé ekki ástæðan eins og ég segi á fyrsta korterinu var hátt spennustig. Það er ógeðslega gaman að vera komnir til landsins og spila fyrir framan fullt hús. Það jafnast ekkert á við það.“ Aron var frábær í leiknum í dag og skoraði fyrstu þrjú mörk Íslands og endaði með sjö mörk úr sjö skotum. „Maður var vel stilltur og vel gíraður og líka að fá ágætis opnanir. Þá tekur maður sénsana, maður fer ekki að missa af þeim.“ Aron segir að þessi sigur hafi sýnt mikið styrkleikamerki og ætla strákarnir að mæta klárir á HM í janúar. „Þetta lið var á EM, þetta er gott handbolta lið í handboltaheiminum. Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki hjá okkur en við ætlum að taka næsta skef og halda áfram. Við viljum bæta okkur með hverjum verkefninu.“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Austurríki | Leiðin greið á enn eitt stórmótið Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt. 16. apríl 2022 17:46 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Austurríki | Leiðin greið á enn eitt stórmótið Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt. 16. apríl 2022 17:46