Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 12:32 Sigurður Harðarson segist hafa tekið eftir fyrsta dauða fuglinum þann 11. apríl en þeim hafi fjölgað síðan. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar. Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Matvælastofnun greindi frá því í gær að fuglaflensa hafi greinst í þremur villtum fuglum, þar á meðal í súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Skammt þar frá er Eldey, sem er með stærri súluvörpum í heimi. Sigurður Harðarson rafeindavirki setti upp vefmyndavélar á Eldey fyrir fjórtán árum og hefur fylgst með stöðunni. „Ég tók eftir því að í gær þá var komið talsvert af dauðum fuglum þarna fyrir framan myndavélina og fuglunum hefur fækkað mikið,“ segir Sigurður. Myndin til vinstri sýnir stöðuna í lok mars en til hægri sést staðan í gær.Skjáskot/Eldey.is Hann ákvað í kjölfarið að fara til baka í vefmyndavélinni en fyrsta apríl var allt með eðlilegu móti. „Svo ellefta apríl þá sé ég fyrsta dauða fuglinn fyrir framan vélina og þeim hefur bara fjölgað,“ segir Sigurður. Til þess að hægt sé að staðfesta að fuglaflensa hafi verið að verki þarf að sækja fugl og taka úr honum sýni en Sigurður telur það líklegustu útskýringuna. „Mér dettur það helst í hug því ég hef aldrei séð þetta áður,“ segir Sigurður. Kjöraðstæður fyrir útbreiðslu ef satt reynist Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, bendir á að aðeins sé um getgátur að ræða á þessum tímapunkti. „Það er náttúrulega ekki góðar fréttir ef að fuglaflensusmit berast inn í fuglahópa, og eins og hjá sjófuglunum, þá verpa þeir oft mjög þétt og það geta verið kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast á milli og dreifast út,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að staldra við og sjá hvernig málið þróast en viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð vegna málsins. „Farfuglarnir eru að streyma til landsins og við vitum af því að H5N1 hefur verið að koma upp á vetrarstöðum íslenskra fugla í norðvestur Evrópu, þannig þetta getur verið í mörgum mismunandi gerðum fugla,“ segir Gunnar. Hann bendir á að væg flensa í fuglum sé mjög útbreidd og komi upp árlega en að tíðni svæsinna afbrigða hafi verið að aukast undanfarna áratugi. „Þannig að við erum að sjá í rauninni svona faraldra koma upp með styttra millibili á síðustu árum og bara síðasta vetur hefur þetta verið að finnast mjög oft í löndunum í kringum okkur,“ segir Gunnar. Hann segir mikilvægt að fólk fylgist vel með og tilkynna dauða fugla, án greinilegrar dánarorsakar, til Matvælastofnunar.
Fuglar Reykjanesbær Dýraheilbrigði Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira