Hawks og Pelicans seinustu liðin inn í úrslitakeppnina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 09:31 Trae Young fór fyrir liði sínu er Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans urðu í nótt seinustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022 NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022
NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira