Tekinn fyrir „ólöglegt brottkast“ í Sorpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 15:17 Eiríkur Jónsson er duglegur að plokka en kröfurnar nýju komu honum dálítið á óvart í vikunni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt. Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira