Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Karlmaður um tvítugt særðist lífshættulega í stunguárás í Ingólfsstræti í nótt og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Tengsl eru á milli hans og tveggja sakborninga, sem handteknir voru eftir lögregluleit.

Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Einnig verður rætt við ræðumann á mótmælum vegna bankasölunnar sem fara fram á Austurvelli í dag, við kynnum okkur nýjar reglur um fugla vegna fuglaflensu sem geisar í Evrópu auk þess sem við heyrum í rokkstjóra Aldrei fór ég suður. Hátíðin fer nú fram í fyrsta sinn í tvö ár og mikil stemning er því á Vestfjörðum.

Hádegisfréttirnar verða í beinni útsendingu klukkan 12, bæði á Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×