Stuðningsmenn Frankfurt fyrirferðamiklir á Nývangi | Forseti Barcelona biðst afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 11:28 Stuðningsmenn Frankfurt voru á víð og dreif um Nou Camp sem er afar óvenjulegt. vísir/Getty Barcelona varð ekki aðeins undir innan vallar þegar liðið var slegið úr keppni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku gerðu Þjóðverjarnir sér lítið fyrir og skelltu spænska stórveldinu, 2-3, á Nou Camp í Barcelona í gærkvöldi eftir að hafa komist í 0-3 forystu. Þjóðverjarnir voru furðu vel studdir af stuðningsmönnum sínum og runnu tvær grímur á forráðamenn Barcelona þegar stúkan á þeirra heimavelli tók að fyllast af stuðningsmönnum gestaliðsins. Í ljós kom að tæplega þrjátíu þúsund stuðningsmenn Frankfurt höfðu orðið sér úti um miða á leikinn og voru því ansi áberandi en alls voru seldir 79.468 miðar á leikinn. Um er að ræða algjört klúður í miðasölu spænska félagsins en venjulega fá áhorfendur gestaliðsins aðeins fimm þúsund miða á Evrópuleiki á Nou Camp sem tekur alls 98 þúsund áhorfendur. @JoanLaportaFCB: We're going to take measures ... [what happened at Camp Nou] cannot happen again." pic.twitter.com/7sOhT4b4B5— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 14, 2022 Xavi, stjóri Barcelona, hafði orð á því eftir leik að andrúmsloftið í stúkunni hafi verið honum mikil vonbrigði og Joan Laporta, forseti Barcelona var fljótur að gefa út tilkynningu þess efnis að félagið myndi rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í miðasölunni. Eins og sjá má hér að ofan var Laporta mikið niðri fyrir vegna málsins og bað stuðningsmenn félagsins afsökunar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku gerðu Þjóðverjarnir sér lítið fyrir og skelltu spænska stórveldinu, 2-3, á Nou Camp í Barcelona í gærkvöldi eftir að hafa komist í 0-3 forystu. Þjóðverjarnir voru furðu vel studdir af stuðningsmönnum sínum og runnu tvær grímur á forráðamenn Barcelona þegar stúkan á þeirra heimavelli tók að fyllast af stuðningsmönnum gestaliðsins. Í ljós kom að tæplega þrjátíu þúsund stuðningsmenn Frankfurt höfðu orðið sér úti um miða á leikinn og voru því ansi áberandi en alls voru seldir 79.468 miðar á leikinn. Um er að ræða algjört klúður í miðasölu spænska félagsins en venjulega fá áhorfendur gestaliðsins aðeins fimm þúsund miða á Evrópuleiki á Nou Camp sem tekur alls 98 þúsund áhorfendur. @JoanLaportaFCB: We're going to take measures ... [what happened at Camp Nou] cannot happen again." pic.twitter.com/7sOhT4b4B5— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 14, 2022 Xavi, stjóri Barcelona, hafði orð á því eftir leik að andrúmsloftið í stúkunni hafi verið honum mikil vonbrigði og Joan Laporta, forseti Barcelona var fljótur að gefa út tilkynningu þess efnis að félagið myndi rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í miðasölunni. Eins og sjá má hér að ofan var Laporta mikið niðri fyrir vegna málsins og bað stuðningsmenn félagsins afsökunar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira