Anton synti á 2:10,02 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því á HM í Kazan árið 2015 um 19/100 úr sekúndu.
Sannarlega frábær tíðindi fyrir Anton eftir erfitt keppnisár í fyrra. Hann á nú fyrir höndum spennandi sumar og er á leið á heimsmeistaramótið í Búdapest sem hefst 18. júní.
Anton vann einnig sigur í 100 metra bringusundi á spænska meistaramótinu og synti þá á 1:00,80 mínútu, eða um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu.