Feilskot við Nýló Helgi Sæmundur Helgason skrifar 13. apríl 2022 17:01 Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttur og útilistaverk Kynþáttafordómar Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun