Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2022 10:47 Baldur fylgist vel með þróun mála í Úkraínu og hefur talað fyrir aukinni og opinni umræðu hérlendis um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira