Nú er ljóst að fimmtíu og þrír hið minnsta hafa látið lífið í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrradag en björgunarliðar eru enn að störfum í þorpum sem eru umlukin vatni eða á kafi eftir aurskriður.
Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar en í einu þorpi til að mynda skolaði áttatíu prósentum húsa á haf út. Rúmlega hundrað þúsund manns á suður- og austurströndum landsins hafa orðið fyrir veðrinu með einhverjum hætti og rafmagnslaust er víða.
Megi er fyrsti stormurinn á þessu tímabili í landinu en um tuttugu slíkir ganga yfir eyjaklasann á hverju tímabili að meðaltali.