Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta klárast í kvöld og upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:15. Við skiptum svo yfir á Anfiled þar sem Liverpool tekur á móti Benfica, en Rauði herinn hefur 3-1 forystu eftir fyrri leikinn.
Að leik loknum eru Meistaradeildarmörkin svo á sínum stað þar sem farið verðu yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Undanúrslit Subway-deildar kvenna halda einnig áfram í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti deildarmeisturum Fjölnis klukkan 20:05 á Stöð 2 Sport. Njarðvíkingar leiða einvígið 2-1 og geta því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld.
Þá eru tveir leikir á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld og þar sem margir eru í fríi á morgun ætti fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hversu seint þeir byrja.
Klukkan 23:00 eigast Atlanta Hawks og Charlotte Hornets við á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 01:30 eftir miðnætti er komið að viðureign New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs á Stöð 2 Sport 3.
Dagskrá dagsins í heild sinni má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.