Að vinna frítt Guðrún Lilja Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2022 16:01 Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fjölmiðlar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun