Fótbolti

Sjáðu ástæðu þess að Pablo byrjar tímabilið í banni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pablo Punyed fær að líta rauða spjaldið.
Pablo Punyed fær að líta rauða spjaldið. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Víkings verða án Pablo Punyed þegar Besta-deildin í knattspyrnu fer af stað eftir slétta viku. Leikmaðurinn nældi sér í rautt spjald þegar Víkingar tóku á móti Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ í gær.

Víkingar unnu leikinn 1-0 og tryggðu sér þar með enn einn titilinn, en það var Erlingur Agnarsson sem skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu.

Íslands- og bikarmeistararnir þurftu þó að spila seinustu 35 mínútur leiksins manni færri eftir að Pablo Punyed nældi sér í sitt annað gula spjald, og þar með rautt.

Fyrra gula spjaldið fékk Pablo strax á 11. mínútu þegar hann braut á Gísla Eyjólfssyni eftir að sá síðarnefndi stal af honum boltanum. Það síðara fékk hann svo á 55. mínútu fyrir að sparka aftan í Viktor Karl Einarsson úti við hliðarlínu. Afar klaufalegt.

Íslandsmeistararnir verða því án Pablo þegar liðið mætir FH í opnunarleik Bestu-deildarinnar eftir slétta viku, en brotin tvö má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Pablo Punyed fær rautt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×