Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2022 20:05 Sigfús og Katrín forsætisráðherra þegar hún heimsótti hann nýlega í nýja burstabæinn á Selfossi. Það fór vel á með þeim. Aðsend Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu. Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira